Gefa íslenskum ungmennum 48 lestarpassa í Evrópu

Opið er fyrir umsóknir frá 4. október til 18. október.
Opið er fyrir umsóknir frá 4. október til 18. október. Ljósmynd/Unsplash/Rachel Martin

Hafið er happ­drætti á veg­um Era­smus+ sem heit­ir Disco­v­er­EU. Þar get­ur ungt fólk skráð sig í pott til að vinna ókeyp­is in­terrail-lestarpassa til að ferðast um Evr­ópu. Happ­drættið stend­ur yfir til 18. októ­ber og geta þau sem fædd eru árið 2005 tekið þátt.

Alls koma 48 miðar í hlut ís­lenskra ung­menna, sem geta einnig óskað eft­ir flug­miða til að kom­ast til og frá meg­in­land­inu.

Lands­skrif­stofa Era­smus+ á Íslandi aug­lýs­ir happ­drættið sem er á veg­um Era­smus+ og veit­ir 18 ára ung­menn­um tæki­færi til þess að ferðast um Evr­ópu með lest. Mark­mið happ­drætt­is­ins er að opna Evr­ópu fyr­ir 18 ára ung­menn­um og gefa þeim færi á að kynn­ast menn­ing­ar­arf­leifð, sögu og fólki álf­unn­ar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.

Kom­ast má í pott­inn með því að smella hér.

Ell­efu borg­ir á ein­um mánuði

Aníta Ýrr Tayl­or var einn af vinn­ings­höf­um happ­drætt­is­ins í fyrra, en hún náði að heim­sækja ell­efu borg­ir á ein­um mánuði, þar á meðal Prag í Tékklandi, Za­greb í Króa­tíu og Como-vatn á Ítal­íu. 

„Það sem stóð upp úr var allt fólkið sem ég kynnt­ist á ferðalagi mínu,“ seg­ir Aníta um tengsl­in sem hún myndaði við önn­ur ung­menni í Evr­ópu á ferðalag­inu.

Boðið er upp á að ferðast einn eða sem hóp­ur, en pass­ann er hægt að nota nán­ast ótak­markað í Evr­ópu og gild­ir hann í 30 daga yfir 12 mánaða tíma­bil. 

Óvissu­ferð í hús­dýrag­arð í fjöll­um Króa­tíu

Þeir Tóm­as Lilj­ar og Eyþór Bjarki voru einnig vinn­ings­haf­ar í fyrra, en þeir fóru ásamt öðrum vini sín­um sam­an í hóp. „Því leng­ur sem við vor­um í ferðinni, því skemmti­legri varð hún,“ seg­ir Tóm­as um leið og hann rifjar upp góðar minn­ing­ar af borg­arrölti með strák­un­um í evr­ópskri sum­arsól. 

Eyþór tek­ur und­ir og lýs­ir óvissu­ferð strákanna í hús­dýrag­arð í litlu þorpi efst á fjallstindi í Split í Króa­tíu. „Gang­an varð aðeins lengri en við gerðum ráð fyr­ir eða um einn og hálf­ur tími, en var al­gjör­lega þess virði á end­an­um,“ seg­ir Eyþór.

Til þess að taka þátt þarf að vera með íslenskt …
Til þess að taka þátt þarf að vera með ís­lenskt rík­is­fang eða lög­heim­ili á Íslandi, en all­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heimasíðu Disco­v­er­EU.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert