Gefa íslenskum ungmennum 48 lestarpassa í Evrópu

Opið er fyrir umsóknir frá 4. október til 18. október.
Opið er fyrir umsóknir frá 4. október til 18. október. Ljósmynd/Unsplash/Rachel Martin

Hafið er happ­drætti á veg­um Erasmus+ sem heitir Disco­v­er­EU. Þar getur ungt fólk skráð sig í pott til að vinna ókeyp­is in­terrail-lestarpassa til að ferðast um Evr­ópu. Happ­drættið stend­ur yfir til 18. októ­ber og geta þau sem fædd eru árið 2005 tekið þátt.

Alls koma 48 miðar í hlut íslenskra ungmenna, sem geta einnig óskað eftir flugmiða til að komast til og frá meginlandinu.

Landsskrif­stofa Era­smus+ á Íslandi auglýsir happ­drættið sem er á veg­um Erasmus+ og veit­ir 18 ára ung­menn­um tæki­færi til þess að ferðast um Evr­ópu með lest. Mark­mið happ­drætt­is­ins er að opna Evr­ópu fyr­ir 18 ára ung­menn­um og gefa þeim færi á að kynn­ast menn­ing­ar­arf­leifð, sögu og fólki álf­unn­ar.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Komast má í pottinn með því að smella hér.

Ellefu borgir á einum mánuði

Aníta Ýrr Taylor var einn af vinningshöfum happdrættisins í fyrra, en hún náði að heimsækja ellefu borgir á einum mánuði, þar á meðal Prag í Tékklandi, Zagreb í Króatíu og Como-vatn á Ítalíu. 

„Það sem stóð upp úr var allt fólkið sem ég kynntist á ferðalagi mínu,“ segir Aníta um tengslin sem hún myndaði við önnur ungmenni í Evrópu á ferðalaginu.

Boðið er upp á að ferðast einn eða sem hópur, en passann er hægt að nota nánast ótakmarkað í Evrópu og gildir hann í 30 daga yfir 12 mánaða tímabil. 

Óvissuferð í húsdýragarð í fjöllum Króatíu

Þeir Tómas Liljar og Eyþór Bjarki voru einnig vinningshafar í fyrra, en þeir fóru ásamt öðrum vini sínum saman í hóp. „Því lengur sem við vorum í ferðinni, því skemmtilegri varð hún,“ segir Tómas um leið og hann rifjar upp góðar minningar af borgarrölti með strákunum í evrópskri sumarsól. 

Eyþór tekur undir og lýsir óvissuferð strákanna í húsdýragarð í litlu þorpi efst á fjallstindi í Split í Króatíu. „Gangan varð aðeins lengri en við gerðum ráð fyrir eða um einn og hálfur tími, en var algjörlega þess virði á endanum,“ segir Eyþór.

Til þess að taka þátt þarf að vera með íslenskt …
Til þess að taka þátt þarf að vera með íslenskt ríkisfang eða lögheimili á Íslandi, en allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu DiscoverEU.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert