Hvernig á að forðast veggjalús á ferðalagi?

Hótelin í París eru öll iðandi af lífi.
Hótelin í París eru öll iðandi af lífi. Skjáskot/Instagram

Krökkt er af veggjalús í París um þessar mundir. Yfirvöld þar í landi funda nú stíft um hvernig bregðast megi við faraldrinum.

Ferðavefur MBL sá tilefni til þess að fara yfir helstu ráðstafanir sem ferðalangar geta gert til þess að forðast að bera með sér þetta leiðinlega skordýr sem getur valdið miklu tjóni og erfitt er að losna við. 

Veggja­lýs eru afar hvim­leiðar en þær nær­ast á blóði úr mann­fólki á meðan það sef­ur og birtast bitin oft í línum eða klösum. Veggja­lýs gera sig oft heima­komn­ar í rúm­föt­um og dýn­um sama hversu miklu hrein­læti er haldið við og þolendur verða oft varir við litla blóðbletti í lakinu eða rúmfötum. Veggja­lýs reyna eins og þær geta að koma ekki mikið fram í dags­ljósið og eru í raun háðar ýms­um felu­stöðum í námunda við svefnstaði. 

1. Ekki setja töskurnar á rúmið

Sérfræðingar var­a hót­elgesti við því að geyma ferðatösk­ur í ná­lægð við svefnstaði, líkt og rúm og svefn­sófa. Best að geyma töskur inni á baði.

2. Hafðu alltaf rennt fyrir

Mikilvægt er að hafa allar ferðatöskur vel lokaðar inni á hótelherbergjum. Renna skal öllum hólfum. 

3. Ekki setja neitt á gólfið

Sérfræðingar mæla gegn því að töskur séu geymdar á gólfinu. Þá má heldur ekki henda fötunum á gólfið. Ef það gerist þá verður að gæta þess að hrista vandlega fötin áður en farið er í þau eða þau sett aftur í ferðatöskuna.

4. Settu fötin í plastpoka

Settu öll ferðafötin í plastpoka. Taktu upp úr töskunum utandyra. Þvoðu þau við háan hita, helst um 60 gráður. Settu svo helst fötin í þurrkara í að minnsta kosti 30 mínútur. Þá er líka mælt með því að setja öll föt og rúmföt í plastpoka og í frysti í þrjá til fjóra daga.

5. Breiða hratt úr sér

Lykillinn er að vera á varðbergi og bera kennsl á pöddurnar sem allra fyrst. Þær geta verpt mörgum eggjum á dag þannig að það tekur ekki langan tíma fyrir allt heimilið að verða undirlagt. Þau leynast ekki bara á dýnunni heldur einnig undir rúminu, í sprungum í veggjum og gólfum. Hægt er að kaupa gildrur fyrir þær. 

Hvernig er brugðist við?

Oftast er farið af stað með að eitra inni á heimilum en stundum hafa pöddurnar orðið ónæmar fyrir eitrinu. Þá hafa fyrirtæki verið að prófa sig áfram með hitameðferðir þar sem herbergi eru hituð upp í 50 gráður í 90 mínútur til þess að drepa þær. Stundum er notuð frystitækni. Í verstu tilfellunum þarf að henda öllum húsgögnum, rífa upp teppi og fjarlægja gólffjalir.

Veggjalýs sjást vel með berum augum sérstaklega þegar þær eru …
Veggjalýs sjást vel með berum augum sérstaklega þegar þær eru fullar af blóði því þá þenjast þær út. Ljósmynd/Dreamstime/MorganOliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert