Bleiki leynistaðurinn á Spáni sem fáir vita um

Charlotte naut sín í vatninu bleika.
Charlotte naut sín í vatninu bleika. Skjáskot/Instagram

Í Torrevieja á Spáni er bleikt saltvatns-stöðuvatn sem fáir vita um.

„Á leiðinni norður frá Alicante-flugvellinum keyrir maður fram hjá tveimur saltvatns-vötnum. Annað þeirra er dökkgrænt en hitt er ljósbleikt á litinn. Það bleika heitir Laguna Salada de Torrevieja,“ segir ferðabloggarinn Charlotte í færslu sinni um þetta bleika undur.

„Ég uppgötvaði þennan stað fyrir hreina tilviljun þegar ég var að fá leiðbeiningar að verslunarmiðstöð í Google Maps. Mig hefur alltaf langað að heimsækja bleikt stöðuvatn í Ástralíu og Mexíkó árum saman. En ég vissi ekki að Spánn lumaði á einu stykki.“

„Ég hef verið að ferðast til þessa svæðis árum saman því fjölskylda mín á hús þar. Ég hélt að ég væri búin að skoða hvern krók og kima hér en mér skjátlaðist. Þetta er eitt af því magnaðasta sem ég hef séð. Allir sem eiga hér leið hjá verða að gefa sér tíma til að staldra hér við.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert