Ferðasérfræðingar hjá Condé Nast Traveller hafa valið 10 bestu hótelin á Íslandi. Á listanum finnur þú allt frá notalegum sveitahótelum yfir í glæsileg hönnunarhótel, en hver hótel var vandlega valið af sérfræðingum sem horfðu til hönnunar, staðsetningar, þjónustu og sjálfbærni hótelanna.
Edition-hótelið
Edition-hótelið í miðbæ Reykjavíkur hefur vakið athygli fyrir stílhreina og áreynslulausa hönnun.
Ljósmynd/Editionhotels.com
Hótel Rangá
Hótel Rangá er staðsett á einstökum stað á suðurströnd landsins með úrval af náttúruperlum allt í kring.
Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir
Retreat-hótelið við Bláa lónið
Á Retreat-hótelinu við Bláa lónið er vellíðan og lúxus í forgrunni.
Ljósmynd/Blue Lagoon Iceland
Ion-hótelið
Töfrandi landslag og einstakur arkitektúr tekur á móti gestum á Ion Adventure hótelinu á Nesjavöllum.
Ljósmynd/Booking.com
Deplar Farm
Deplar eru vinsæll áfangastaður ríka og fræga fólksins sem leggur leið sína til landsins.
Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Hótel Egilsen
Hótelið er í Stykkishólmi í húsi sem á sögu að rekja allt aftur til 1867.
Ljósmynd/Booking.com
101 Hótel
Hönnunarhótel á besta stað í miðborg Reyjavíkur.
Ljósmynd/Designhotels.com
Hótel Flatey
Flatey í Breiðarfirði verða allir að heimsækja.
Ljósmynd/Booking.com
Hótel Búðir
Hótel Búðir er töfrandi staður sem býr yfir ró og notalegri stemning.
Ljósmynd/Booking.com
Hótel Kvosin
Á hótelinu mætast skemmtilegir hönnunarstraumar og mynda glæsileg rými.
Ljósmynd/Booking.com
Condé Nast Traveller