Gríma og Skúli í mánaðarfríi á Balí

Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogsensen eru með synina tvo …
Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogsensen eru með synina tvo á Balí um þessar mundir. Samsett mynd

Skúli Mogensen, athafnamaður og frumkvöðull, og Gríma Björg Thorarensen innanhússarkitekt dvelja á Balí í Indónesíu um þessar mundir ásamt sonum sínum tveimur. Fjölskyldan ætlar að dvelja á þessum exótísku slóðum í nokkrar vikur því síðustu mánuðir og ár hafa verið annasöm. Hvar er betra að láta þreytuna líða úr sér en einmitt á þessum slóðum?

Í fyrra opnaði Skúli sjóböðin í Hvammsvík ásamt fjölskyldu sinni. Uppbyggingin þar hefur heppnast vel og hafa erlendir ferðamenn lagt leið sína í Kjósina þar sem hægt er að njóta bæði slökunar og matar í stuttri fjarlægð frá Reykjavík. 

Skúli Mogensen er hér í sjósundi við sjóböðin í Hvammsvík.
Skúli Mogensen er hér í sjósundi við sjóböðin í Hvammsvík.
Sjóböðin í Hvammsvík laða að sér ferðamenn.
Sjóböðin í Hvammsvík laða að sér ferðamenn.
Hvammsvíkin er falleg og hefur hlotið erlendar viðurkenningar.
Hvammsvíkin er falleg og hefur hlotið erlendar viðurkenningar. Ljósmynd/Aðsend

Skúli hafði fest kaup á landinu í Hvammsvík og komið þar upp húsi sem hann notaði sem hvíldarstað þegar hann var á þeytingi um heiminn í tengslum við flugfélag sitt WOW air sem fór í jómfrúarferð sína til Parísar í maí 2012 en félagið varð gjaldþrota 2019. 

Balí á Indónesíu státar af mikilli náttúrufegurð.
Balí á Indónesíu státar af mikilli náttúrufegurð. Alfiano Sutianto/Unsplash
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert