Dolly Parton opnar hótel

Dollywood Heartsong Lodge & Resort er feikistórt hótel í Tennessee-fjöllum.
Dollywood Heartsong Lodge & Resort er feikistórt hótel í Tennessee-fjöllum. Skjáskot/Instagram

Dolly Parton hefur opnað hótel í fjöllum Tennessee, Bandaríkjunum. Hótelið heitir Dollywood’s HeartSong Lodge & Resort og er í Pigeon Forge.

Hótelið státar af 302 herbergjum og þar ræður sveitasjarminn ríkjum. Hönnun hótelsins er mjög í anda náttúrufegurðar svæðisins. Svæðið umhverfis hótelið er feikistórt og þar er mikið um að vera fyrir fjölskylduna. Þar er meðal annars reglulega boðið upp á að grilla „smores“ á opnum varðeldi fyrir alla sem vilja. Þá eru haldnar ýmsar sýningar og skemmtanir sem heiðra Dolly Parton á einn eða annan hátt og gefa innsýn í líf hennar og list.

Parton, sem sett hefur svip sinn á bandaríska tónlistarheiminn, ólst upp á þessum slóðum. Hún bjó í litlum fjallakofa og var ein af 12 börnum. Finna má endurgerð af fábrotnu æskuheimili hennar þarna á svæðinu.

„Ég er mjög spennt fyrir þessu líkt og allt sem ég hef gert í gegnum árin. Þetta er þó persónulegra þar sem þetta fjallar að miklu leyti um líf mitt. Teymið mitt hér er öflugt og við erum að gera góða hluti fyrir samfélagið. Það að við getum skapað ótal mörg störf og gefið fjölskyldum tækifæri til þess að njóta lífsins saman er ómetanlegt,“ segir Parton í viðtali við Travel & Leisure.

Hótelið er glæsilegt að innan og nærvera Partons er áþreifanleg.
Hótelið er glæsilegt að innan og nærvera Partons er áþreifanleg. Skjáskot/Instagram
Hönnunin er í klassískum sveitastíl.
Hönnunin er í klassískum sveitastíl. Skjáskot/Instagram
Dolly Parton er ánægð með útkomuna.
Dolly Parton er ánægð með útkomuna. Skjáskot/Instagram
Það er vel skreytt fyrir jólin.
Það er vel skreytt fyrir jólin. Skjáskot/Instagram
Herbergin eru stílhrein og klassísk.
Herbergin eru stílhrein og klassísk. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert