Inga Lind nýtur lífsins í sólríku Kaliforníu

Inga Lind Karlsdóttir hefur notið sín í hinni sólríku Kaliforníu …
Inga Lind Karlsdóttir hefur notið sín í hinni sólríku Kaliforníu undanfarna daga. Samsett mynd

Inga Lind Karls­dótt­ir, fram­leiðandi og fjöl­miðlakona, hef­ur notið lífs­ins í hinni sól­ríku Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um und­an­farna daga. 

Inga Lind hef­ur verið dug­leg að birta mynd­ir frá ferðalag­inu á sam­fé­lags­miðlum. Af mynd­um að dæma virðist hún vera í heim­sókn hjá dótt­ur sinni, Matt­hildi Mar­gréti Árna­dótt­ur, og eig­in­manni henn­ar, Sig­urði Hrann­ari Björns­syni, en þau eru bú­sett þar.

Í gær birti Inga Lind mynd­ir við Stan­ford-há­skól­ann þar sem Matt­hild­ur stund­ar nám, en þau skelltu sér svo í golf á golf­velli há­skól­ans með ótrú­legu út­sýni – og ekki skemmdi veður­blíðan fyr­ir!

Systurnar Matthildur og Jóhanna Hildur við Stanford-háskólann.
Syst­urn­ar Matt­hild­ur og Jó­hanna Hild­ur við Stan­ford-há­skól­ann. Skjá­skot/​In­sta­gram
Matthildur, Sigurður og Inga Lind á golfvellinum.
Matt­hild­ur, Sig­urður og Inga Lind á golf­vell­in­um. Skjá­skot/​In­sta­gram
Útsýnið af golvellinum er glæsilegt.
Útsýnið af gol­vell­in­um er glæsi­legt. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ger­ir það gott í fram­leiðslu­brans­an­um

Inga Lind er einn af eig­end­um fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skot producti­ons og hef­ur gert það gott í fram­leiðslu­brans­an­um und­an­far­in ár. Þar áður starfaði hún í fjöl­miðlum þar sem hún kynnt­ist Árna Hauks­syni fjár­festi, en hann starfaði sem fjár­mála­stjóri á DV og hún sem blaðamaður á þeim tíma. 

Í lok októ­ber var greint frá því á Smartlandi að Inga Lind og Árni væru flutt í sund­ur, en hann væri flutt­ur í miðbæ Reykja­vík á meðan hún byggi í 759 fm glæsi­húsi þeirra sem þau byggðu við Mávanes í Garðabæ. Húsið þykir með feg­urstu hús­um lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert