Erna Hrund synti með selum í Hvalfirði

Þetta var heldur betur lífleg sjósundsferð.
Þetta var heldur betur lífleg sjósundsferð. Samsett mynd

Vörumerkjastjórinn, bloggarinn og áhrifavaldurinn, Erna Hrund Hermannsdóttir, skellti sér í sjósund í Hvammsvík í gærdag ásamt góðvinkonum sínum og allavega einum „heimamanni“.

Vinkonurnar ráku upp stór augu þegar þær röltu út í vatnið og sáu þar forvitinn sel að leik nálægt fjörunni, en Erna Hrund birti skemmtilegar myndir af sjósundsferð vinkvennanna á Instagram-reikningi sínum.

Sjósund nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi sem og víðs vegar um heim enda sagt heilsueflandi, gott fyrir ónæmiskerfið og slakandi fyrir líkama og sál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka