„Svona fer maður í ísbað á Íslandi“

Avery Cyrus stakk sér til sunds í Stuðlagili á dögunum.
Avery Cyrus stakk sér til sunds í Stuðlagili á dögunum. Samsett mynd

Á dögunum birti Avery Cyrus myndband frá Íslandsferð sinni á TikTok þar sem hún stingur sér til sunds í Stuðlagili á Austurlandi af snæviþöktum kletti. Myndbandið hefur vakið mikla athygli.

„Svona fer maður í ísbað á Íslandi,“ segir Cyrus í byrjun myndbandsins og útskýrir að vatnið sé ískalt og þess vegna sé hún í blautbúningi.

Cyrus byrjaði á því að sjóða vatn sem hún hellti niður blautbúninginn til að halda á sér hita og setti svo reipi utan um mittið á sér til að tryggja að hún kæmist upp úr vatninu á öruggan máta. Að því loknu hoppaði hún út í ískalda Jöklu og synti svo í land. Hún endurtók svo leikinn.

Fólk varað við að synda í Stuðlagili

Sumarið 2020 fór að bera á því að ferðamenn tækju sundsprett í Stuðlagili, en staðurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda á síðustu árum. Hins vegar hefur verið varað við því að synda í Stuðlagili þar sem lúmskur straumur í ánni geti verið afar hættulegur.

@averycyrus

shoutout iceland for giving me hypothermia 😗✌🏼

♬ original sound - Avery Cyrus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert