Ísland í stóru hlutverki í erlendri ljósmyndabók

Finn Beales ferðaðist víða um Ísland.
Finn Beales ferðaðist víða um Ísland. Samsett mynd

Ísland kemur fyrir í ljósmyndabókinni, Let’s Get Lost, eftir velska ljósmyndarann Finn Beales. Í bókinni má meðal annars sjá ljósmyndir af einhverjum afskekktustu og mest töfrandi stöðum í heimi, en ljósmyndarinn segir einnig frá kostum þess að villast í umhverfi þeirra.

Ljósmyndabókin skartar 200 stórbrotnum ljósmyndum, en Beales flakkaði heimshorna á milli til að fanga myndir af ólíkum stöðum. Hann heillaðist af íslenskri náttúru og sýnir meðal annars gullfallegar ljósmyndir teknar af Stokksnesi og Skógafossi í bókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert