Skandinavísk skíðaperla Andreu arkitekts

Húsið er umvafið einstakri náttúrufegurð sem dregin er inn á …
Húsið er umvafið einstakri náttúrufegurð sem dregin er inn á heimilið með gríðarstórum gluggum. Samsett mynd

Í Montana-fylki í Bandaríkjunum er að finna einstaka skíðaperlu sem er innblásin af skandinavískri hönnun. Húsið var reist árið 2019 og er hannað af arkitektinum Andreu Dabene.

Húsið er staðsett í Klettafjöllunum í norðvestur Montana. Svæðið þykir mikil náttúruperla, en þar finnur þú ótal skíðabrekkur, vötn, dali, göngustíga, skóga og tinda.

Náttúrulegir litatónar flæða í gegnum húsið sem hefur verið innréttað á stílhreinan máta með minimalísku yfirbragði. Hver hlutur hefur verið valinn inn í húsið af kostgæfni og fær því að njóta sín til fulls. 

Náttúran í aðalhlutverki 

Rúmgóð og afar björt stofa grípur augað samstundis, en þar má sjá gríðarstóra glugga á þrjá vegu sem draga náttúrufegurðina inn á heimilið. Í miðjunni má svo sjá afar sjarmerandi arinn sem setur án efa punktinn yfir i-ið. 

Á veturna breytist staðurinn í sannkallaða vetrarparadís, en eins og sjá má á myndunum er guðdómlegt útsýni frá húsinu og búið að koma upp jólaskreytingum bæði úti og inni sem skapa notalega stemningu. 

Húsið er hægt að leigja út á bókunarvef Airbnb. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu sem rúmar því allt að fjóra gesti hverju sinni. Nóttin í húsinu kostar 1.033 bandaríkjadali sem nemur rúmum 142 þúsund krónum. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert