Lúxusbústaður í sjarmerandi stíl

Einstök fagurfræði einkennir bústaðinn.
Einstök fagurfræði einkennir bústaðinn. Samsett mynd

Í Michigan-fylki í Bandaríkjunum er að finna afar sjarmerandi sumarbústað með lúxus yfirbragði. Húsið hannaði Kelsey Duda með það að leiðarljósi að láta gestum líða eins og heima hjá sér þrátt fyrir að vera uppi í sveit.

Aukin lofthæð og fallegir gluggar setja svip sinn á húsið, en það hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta þar sem nýtt og gamalt mætist og myndar notalega stemningu. Smekklegir húsmunir prýða bústaðinn, en þar má einnig sjá mikið af skemmtilegum plöntum bæði inni og úti.

Mjúkir tónar í forgrunni

Í eldhúsinu ráða mjúkir og hlýir tónar ríkjum, en þar má sjá fallega ólívugræna innréttingu sem býr til skemmtilegan karakter í rýminu. Stór eldhúseyja setur svo punktinn yfir i-ið, en hún er klædd með ljósum við sem tónar fallega við grænu innréttinguna.

Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu sem rúmar allt að fimm gesti hverju sinni. Það er hægt að leigja út á bókunarvef Airbnb, en nóttin kostar 895 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 123 þúsund krónum á gengi dagsins.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka