Naut „afternoon tea“ með jólabrag í Lundúnum

Skellti sér í vinkonuferð til Lundúna.
Skellti sér í vinkonuferð til Lundúna. Skjáskot/Instagram

Guðrún Helga Sörtveit, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, er stödd í Lundúnum um þessar mundir ásamt góðvinkonum sínum. Stöllurnar hafa ræktað anda jólanna síðastliðna daga, en borginni hefur verið breytt í sannkallað jólaundraland.

Guðrún Helga hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferðalaginu og birti meðal annars myndskeið frá „afternoon tea“ sem er klassískur enskur siður, en vinkonurnar nutu þess með jólabrag. Þær kíktu einnig á söngleikinn Elf, eftir samnefndri kvikmynd, sem sýndur er á West End, heimsóttu jólamarkaði og dáðust af glitrandi jólaskrauti sem hangir víða um borgina.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert