Aðalskvísur Íslands njóta lífsins í París

Aðalskvísur landsins eru staddar í borg ástarinnar, París í Frakklandi.
Aðalskvísur landsins eru staddar í borg ástarinnar, París í Frakklandi. Samsett mynd

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Aldís Eik Arnarsdóttir eru staddar í töfrandi jólafríi í París í Frakklandi.

Það væsir ekki um vinkonurnar í borg ástarinnar, en síðastliðna daga hafa þær verið duglegar að birta myndir og myndbönd frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum. Þær hafa notið matarsenu borgarinnar, heimsótt Eiffel-turninn, fengið sér ekta franskt kakó með rjóma og kíkt í nokkrar af flottustu búðum borgarinnar.

Af myndum að dæma eru vinkonurnar komnar í mikið jólaskap enda hefur borgin verið skreytt hátt og lágt með ævintýralegum jólaskreytingum. 

View this post on Instagram

A post shared by ALDÍS EIK (@aldiseik)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka