Ósvikin bústaðastemning í vetrarparadís

Það vantar ekki upp á kósíheitin í þessum bústað!
Það vantar ekki upp á kósíheitin í þessum bústað! Samsett mynd

Í sannkallaðri vetrarparadís í Viken í Noregi er að finna afar notalegan bústað sem hefur verið innréttaður á fallegan máta. 

Nútímalegar innréttingar og fallegur viður í lofti og veggjum mætast í húsinu og skapa þessa ljúfu bústaðastemningu sem okkur dreymir um. Mikil lofthæð og gólfsíðir gluggar gefa húsinu svo mikinn glæsibrag.

Dökki viðurinn spilar án efa lykilhlutverk í bústaðnum, en til móts við hann hefur bæði mjúkum ljósum litatónum og svörtum við verið komið fyrir sem skapa skemmtilegan kontrast í rýmum hússins.

Fallegar og látlausar jólaskreytingar

Bústaðurinn hefur verið skreyttur fyrir jólin á sjarmerandi og minimalískan máta. Efniviður úr náttúrunni er í forgrunni í skreytingunum sem eru í senn einfaldar og látlausar. Frá húsinu er svo guðdómlegt útsýni yfir náttúrufegurðina í kring, en um leið og það snjóar fer bústaðurinn sjálfkrafa í afar jólalegan búning. 

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í bústaðnum, en eftir kaldan vetrardag er tilvalið að hlýja sér í saunu sem er á öðru baðherberginu. Hægt er að leigja bústaðinn út á bókunarvef Airbnb, en þar er svefnpláss fyrir allt að ellefu gesti hverju sinni. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka