Hvolfdi vegna sjálfsmyndatöku ferðamanns

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Hópur ferðamanna féll í gruggug síki Feneyja í vikunni er ferðamaður um borð neitaði að setjast niður. Var ferðamaðurinn að taka sjálfsmynd af sér um það bil sem gondólinn var á leið undir brú yfir síkin. 

Haft er eftir ítölskum fjölmiðlum að erfitt þyki að sigla undir áður nefnda brú sem er í grennd við Markúsartorg.

Gondólaræðarinn féll í vatnið ásamt ferðamönnum. 

Hlýddu ekki fyrirmælum

Hópurinn var frá Kína og höfðu margir í hópnum verið að taka sjálfsmyndir af sér áður en atvikið varð.

Gondólaræðarinn hafði beðið ferðamennina um að standa upp og taka myndir hvað eftir annað á meðan hann kæmi þeim í undir brúna. 

Þeir hafi virt orð hans að vettugi með fyrrgreindum afleiðingum. Í færslu á Instagram-síðunni Venezia Non è Disneyland (í. Feneyjar eru ekki Disneyland), segir að ferðamönnunum hafi öllum verið bjargað og þeir hafi fengið aðhlynningu í La Fenice-leikhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert