Flugfélag endurgerir Díönu-peysu

Peysan fræga í nýrri útgáfu Virgin Atlantic.
Peysan fræga í nýrri útgáfu Virgin Atlantic. Skjáskot/Instagram

Flugfélagið Virgin Atlantic hefur sett á markað nýja vörulínu sem bresku hönnuðirnir Fenella Smith og Oliver Co eiga heiðurinn af.

Athygli vekur að í þessari línu er peysa sem er í anda hinnar fornfrægu peysu sem Díana prinsessa klæddist á tíunda áratugnum sem einnig var frá Virgin Atlantic en sjálfur Richard Branson eigandi flugfélagsins gaf Díönu peysuna á sínum tíma.

Breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að peysan muni seljast eins og heitar lummur en stutt er síðan upprunalega peysan rataði á uppboð og seldist fyrir 42 þúsund pund. Mun nýja peysan kosta aðeins 75 pund eða um 13 þúsund íslenskar krónur. Þá er líka hægt að kaupa stuttermabol í sama stíl.

Í þessari sömu vörulínu má einnig finna ýmislegt notadrjúgt fyrir ferðalög eins og til dæmis töskur, nafnaspjöld á ferðatöskur, spil og veski.

Díana í peysunni á leið úr ræktinni árið 1995.
Díana í peysunni á leið úr ræktinni árið 1995. AFP
Flugfélagið Virgin Atlantic mun einnig selja svona smekklegar ferðatöskur sem …
Flugfélagið Virgin Atlantic mun einnig selja svona smekklegar ferðatöskur sem minna mjög á sjöunda áratuginn. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert