Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, nýtur lífsins um þessar mundir með kærasta sínum Jóhanni H. Sigurðssyni, skrifstofustjóra Framsóknarflokksins, í Barselóna á Spáni.
Hafdís og Jóhann hafa bæði verið virk í félagsstarfi Framsóknarflokksins um tíma. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra og formanns flokksins.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Hafdís og fyrrverandi eiginmaður hennar hefðu sett hús sitt á Selfossi á sölu.