Ferðaljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson tók myndir í gærkvöldi þegar gos hófst á Reykjanesi. Þetta var í fyrsta skipti sem Gunnar sá eldgos frá heimili sínu en gosið sem hófst í gærkvöldi er það fjórða á þremur árum.
Gunnar fór ekki nálægt eldgosinu sjálfu þar sem það var bannað en myndaði þekkta staði á höfuðborgarsvæðinu í bjarmanum frá gosinu. Gunnar er með marga erlenda fylgjendur á Instragram-síðu sinni Icelandic Explorer. Hann fær mikið hrós fyrir myndirnar auk þess sem fólk segir honum að fara varlega.
Kópavogskirkja hefur sjaldan verið tignarlegri en á mynd Gunnars með eldgosið í bakgrunn. Jólatré sem á vegi Gunnars varð í gærkvöldi var sérstaklega fallegt þegar ekki bara jólaljósin lýstu upp tréð heldur einnig rauður himininn.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Gunnars og fleiri myndir.