Spilling á Tene, fjölkært frí og grátandi áhrifavaldur

Á listanum finnur þú fimm mest lesnu fréttirnar á ferðavef …
Á listanum finnur þú fimm mest lesnu fréttirnar á ferðavef mbl.is árið 2023. Samsett mynd

Það er óhætt að segja að árið 2023 hafi verið mikið ferðaár og því var nóg um fréttir af hinum ýmsu ferðatengdu málum. Ferðavefur mbl.is tók saman fimm mest lesnu fréttirnar árið 2023.

Spilling á Tenerife

Það sem vakti mesta athygli lesenda ferðavefs mbl.is á árinu 2023 var þegar Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, opnaði sig um lífið á Tenerife og talaði um „ógeðslega spillingu“ á eyjunni. Svali flutti til Tenerife ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu haustið 2017.

Joe Biden gagnrýndi athæfi Play

Lesendur sýndu nýjum lögum til þess að útrýma tilgangslausum gjöldum, þar á meðal gjöldum fyrir sætisval um borð í flugvélum, sem ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseta barðist fyrir fyrr á árinu einnig mikinn áhuga. Biden gagnrýndi harðlega þau flugfélög sem neyða foreldra til þess að greiða aukalega fyrir að sitja hjá börnunum sínum. Í fréttinni er vísað í ólíka skilmála íslensku flugfélaganna Play og Icelandair.

Fjölkært frí

Það vakti mikla athygli þegar fyrrverandi hnefaleikakappinn David Haye opnaði sig um það að vera í fjölkæru sambandi með söngkonunni Unu Healy og fyrirsætunni Sian Osborne. Þau fóru fóru saman í ferðalag til Marokkó og nutu þar lífsins.

Grátandi á TikTok

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir vakti mikla athygli á TikTok þegar hún birti myndband af sér grátandi á tónleikum í Lundúnum. Hún var stödd á tónleikum Abel Makkonen Tesdaye sem er betur þekktur undir sviðsnafninu The Weeknd, en eftir tónleikana birti Jóhanna myndband af sér þar sem hún situr í stúkunni og grætur.

Mikilvægt ferðaráð

Lesendur kunna að meta góð ferðaráð, en þetta ferðaráð frá ferðasérfræðinginum Rick Stevens vakti mesta lukku meðal lesenda árið 2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert