Sjáðu gististaðina sem slógu í gegn á árinu

Þetta eru gististaðirnir sem vöktu hve mesta athygli lesenda ferðavefs …
Þetta eru gististaðirnir sem vöktu hve mesta athygli lesenda ferðavefs mbl.is árið 2023! Samsett mynd

Það var nóg af umfjöllun um fallega hönnun á eftirsóknaverðum gististöðum um allan heim á árinu. Eftirfarandi fimm fréttir vöktu hve mesta athygli lesenda árið 2023!

Hönnunarvilla Hafsteins og Guðrúnar í Mosó

Hönnunarvilla Hafsteins Helga Halldórssonar og Guðrúnar Öglu Egilsdóttur í Mosfellsbæ vakti mesta lukku meðal lesenda ferðavefs mbl.is árið 2023. Hafsteinn og Guðrún eru greinilega miklir fagurkerar og hafa innréttað húsið á sjarmerandi máta. 

Draumahótel fyrir hönnunarunnendur í Köben

Hótelið The Audo sem er við Norðurhöfn í Kaupmannahöfn féll vel í kramið hjá lesendum, enda mikil hönnunarparadís í einni af elstu byggingum svæðisins. Hótelið er í samstafi við mörg leiðandi arkitekta- og hönnunarfyrirtæki í Evrópu og eru þar reglulega haldnir skemmtilegir viðburðir þar sem hönnuðir og arkitektar geta skapað tengsl og miðlað þekkingu sín á milli.

Lúxus í sveitinni

Þessi lúxusbústaður í Michigan-fylki í Bandaríkjunum vakti einnig athygli, en hann er afar sjarmerandi með lúxus yfirbragði. Bústaðinn hannaði Kelsey Duda með það að leiðarljósi að láta gestum líða eins og heima hjá sér þrátt fyrir að vera uppi í sveit.

Útsýnisperla í Skotlandi

Lesendur virtust einnig falla fyrir þessum hönnunarbústaði sem staðsettur er í sveitum Perth og Kinross í Skotlandi. Hann hefur verið innréttaður á fallegan máta með ró og notalegheit í forgrunni. Útsýnið frá bústaðnum setur svo punktinn yfir i-ið!

Einstök hönnun í villu á Skáni

Innlit í Vipp Shelter-villuna á Skáni vakti einnig mikla lukku meðal lesenda. Villan er í eigu danska hönnunarfyrirtækisins Vipp, en Íslendingar ættu að þekkja ruslafötur þeirra og smáhluti sem prýða heimilið. Húsið er byggt úr stáli en meginuppistaðan er stálgrind með rennandi gluggarömmum sem ná frá gólfi til lofts. Þetta er einstök hönnun!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert