Hvað segja stjörnumerkin um ferðalög næsta árs?

Stjörnumerkin vilja ýmist sól og slökun eða iðandi menningarlíf. Stundum …
Stjörnumerkin vilja ýmist sól og slökun eða iðandi menningarlíf. Stundum er hægt að gera bæði t.d. í Barcelona eða Ríó. AFP

Delta flugfélagið leitaði til Lisu Stardust stjörnumerkjafræðings til að hjálpa fólki með að velja draumaferðir næsta árs með tilliti til stjörnumerkja þess.

Hrútur 

Hrútarnir ættu að horfa til Los Angeles í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi.

„Hrútar eru sjálfstæðir og elska allt sem er djarft og ögrandi. Los Angeles mun fá hrútinn til þess að líða eins og hann sé á toppi veraldar. Dublin er líka góður kostur þar sem þar er hægt að upplifa mikla menningu og sögu fyrir fróðleiksþyrsta hrúta,“ segir Stardust.

Naut

Lissabon og Napólí eru borgir sem nautið ætti að heimsækja. „Nautin elska lífsins lystisemdir og er Lissabon uppfull af fallegum arkitektúr og mynstraðar flísar skreyta hverja byggingu. Þá eru þar ýmis söfn og sterkt menningarlíf sem mun kveikja í listrænu hlið nautsins.“

„Napólí er einnig góður valkostur því sú borg er iðandi og orkumikil og heldur í við hið kraftmikla naut,“ segir Stardust.

Tvíburar

Tvíburarnir elska félagsskap og geta eignast vini hvar sem er. Þess vegna eru Sydney í Ástralíu og Boston í Bandaríkjunum tilvaldir áfangastaðir fyrir félagslynda tvíbura. 

„Sydney er mikil ævintýraborg sem hægt er að rannsaka í hörgul. Þar má slaka á á hinni frægu Bondi strönd eða ganga á Sydney brúnni til þess að virða fyrir sér stórkostlegt útsýni yfir borgina.“

„Boston er svo á hinum enda hnattarins en iðar einnig af lífi. Þar má finna mikið af söfnum, grænum svæðum og öfluga matarsenu. Allt eitthvað sem tvíburinn ætti að elska.“

Krabbinn

Mælt er með að krabbinn ferðist til Curaçao í Karabíska hafinu og Barcelona á Spáni. „Sólríkir staðir heilla krabbadýrið þar sem stutt er í sjóinn og lifandi menningu.“

Ljónið

Ljónið er gríðarlega sterkur persónuleiki sem vill vera í sviðsljósinu. Það ætti því að skella sér til New York borgar og vera þar í hringiðu alls. Þá er Sao Paulo einnig kjörinn staður fyrir ljónið enda stórborg sem þekkt er fyrir dýnamískt aðdráttarafl rétt eins og ljónið.

Meyja

Meyj­an er hag­nýt og snyrti­leg en þykir fátt skemmtilegra en að fara í velskipulagðar ferðir á framandi slóðir sem næra bæði líkama og sál. Stjörnuspekingurinn Stardust mælir með að meyjan fari til Tulum í Mexíkó eða Miami í Bandaríkjunum. Báðir þessir staðir eru undir suðrænum áhrifum sem kveikja í sköpunarkrafti meyjunnar.

Vogin

París og London eru áfangastaðir sem aldrei detta úr tísku en státa líka af mikilli og ríkri sögu og menningu. Vogin er afar gáfað stjörnumerki og hefur gaman að ferðalögum sem virkja heilann. Vogin er líka alltaf mjög fáguð og fylgist vel með öllum straumum og stefnum og því ættu þessar stórborgir að hitta beint í mark.

Sporðdreki

Það er eldheit ástríða sem einkennir einna helst sporðdrekann og því ætti hann að horfa til San Juan í Púerto Ríkó. Matarmenningin þar er engri lík en þar er hægt að fá mat sem er undir afrískum áhrifum sem og asískum og vestrænum. Þá eru þar fjölmörg falleg hótel og stutt í strendur og öflugt næturlíf. Annar áfangastaður sem stjörnuspekingurinn nefndi fyrir sporðdrekann er Auckland í Nýja Sjálandi. Þar eru líka fjölbreyttir menningarstraumar og iðandi mannlíf.

Bogmaður

Bog­menn eru frjáls­ir í anda og elska að skemmta sér. Á næsta ári ættu þeir að leggjast í lengri ferðalög á framandi staði eins og til dæmis Bogota í Kolombíu eða Lima í Perú. 

Steingeit

Steingeitin er mjög jarðbundin og vill hafa allt í röð og reglu. Þess vegna heillar Þýskaland hana á næsta ári. Munchen er borg sem steingeitinni ætti að líka. Samgöngurnar þar eru frábærar. Ef steingeitin er ekki alveg til í þýska sjarmann þá ætti hún að íhuga að fara til Shannon á Írlandi. Shannon er sagður einn fallegasti bær á Írlandi og stendur við samnefnda á. Þarna eru fallegir kastalar og krúttlegar litlar verslanir. Sannur smábæjarandi með rómantísku ívafi.

Vatnsberi

Austin í Bandaríkjunum og Ríó í Brasilíu eru staðir fyrir vatnsberann. Þeir staðir eru uppfullir af fegurð og náttúru, eitthvað sem heillar alla vatnsbera. Í Ríó getur vatnsberinn tekið þátt í kjötkveðjuhátíðinni og svo átt góða daga á ströndinni við róandi Bossa Nova tónlist. 

Fiskur

Fiskarnir vilja helst vera á rómantískum stöðum sem ná að fanga öflugt ímyndunarafl þeirra. Havaí og Santa Barbara eru staðir sem ættu að henta fiskinum. Þar geta þeir slakað á, tæmt hugann og farið í göngur í sannkallaðri náttúruparadís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert