Þessi flúðu kuldann og héldu jólin á Tenerife

Hvernig hljóma sólrík og suðræn jól?
Hvernig hljóma sólrík og suðræn jól? Samsett mynd

Á ári hverju fær hluti landsmanna hreinlega nóg af kuldanum og myrkrinu á Íslandi og kýs því að verja jólunum í sól og hita. Það er klassískt að skella sér til Tenerife, en í ár voru þó nokkrir Íslendingar sem flúðu kuldann og nutu þess að eiga sólrík jól.

Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir sendu hlýjar jólakveðjur úr sólinni.

Mari Järsk og Njörður Ludvigs­son

Hlaupadrottningin Mari Järsk varði jólunum á Adeje á Tenerife. Með henni var kærasti hennar Njörður Ludvigsson, en þau deildu sjóðheitri kossamynd á aðfangadag.

Auðunn Blöndal

Útvarpsstjarnan Auðunn Blöndal var einn þeirra sem flúði kuldann til Tenerife ásamt fjölskyldu sinni.

Rann­veig Hild­ur Guðmunds­dótt­ir og Hall­grím­ur A. Ingvars­son

Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson vörðu fyrstu jólunum sem sjö manna fjölskylda í sólinni á Tenerife. Rannveig og Hallgrímur eignuðust þríbura fyrr á árinu, en fyrir áttu þau tvö börn. 

Orri Steinn Óskarsson

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson átti góðar stundir með fjölskyldu sinni á Tenerife yfir hátíðirnar. Orri spilar með F.C. Copenhagen í Danmörku og spilaði sex leiki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta árið 2023.

Orri ásamt svila sínum og litla frænda.
Orri ásamt svila sínum og litla frænda. Skjáskot/Instagram

Hildur Gunnlaugsdóttir og Hreiðar Levý Guðmundsson

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og Hreiðar Levý Guðmundsson fasteignasali áttu öðruvísi jól á Tenerife með fjölskyldu sinni, en á aðfangadag varð rafmagnslaust hjá þeim.

Hulda Ósmann og Jón Ósmann

Hulda Ósmann og Jón Ósmann fengu nóg af íslenska vetrinum og fluttu til Tenerife vorið 2019. Þau hafa komið sér afar vel fyrir á eyjunni og kunna vel við sig í sólinni, en þau héldu að sjálfsögðu upp á jólin með fjölskyldu sinni á Tenerife.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka