Árið 2023 birtust fjölbreytt og spennandi ferðaviðtöl á ferðavef mbl.is. Viðmælendurnir voru staddir víðsvegar um heiminn, en það er þó einn áfangastaður sem lesendur virðast hafa mestan áhuga á – Tenerife.
Um það leyti sem fyrstu haustlægðir ársins gengu yfir landið birtist viðtal við Huldu Ósmann sem vakti hve mesta lukku meðal lesenda ferðavefs mbl.is á árinu 2023. Hulda og eiginmaður hennar, Jón Ósmann, fluttu með fjölskylduna til Tenerife á Spáni eftir stormasaman vetur árið 2018 og hafa komið sér afar vel fyrir í sólinni.
Það vakti einnig mikla athygli lesenda þegar rithöfundurinn og blaðamaðurinn Snæfríður Ingadóttir greindi frá því í viðtali á ferðavef mbl.is að hún hefði festi kaup á húsi á Tenerife og hyggðist gera það upp.
Lesendur höfðu mikinn áhuga á að forvitnast meira um sjö vikna ferðalag um Mexíkó sem Saga Garðarsdóttir, leikkona, uppistandari og handritshöfundur, fór í ásamt eiginmanni sínum Snorra Helgasyni og dóttur þeirra.
Viðtal við kennarann og barnabókahöfundinn Söru-Yvonne Ingþórsdóttur vakti einnig lukku á árinu, en hún sagði frá ævintýralegri ferð sinni til Frönsku Pólýnesíu sem hana hafði dreymt um frá árinu 2009.
Lesendur höfðu einnig mikinn áhuga á 10 daga hugleiðslubúðum sem leikarinn og handritshöfundurinn Pálmi Freyr Hauksson fór í á Bretlandi, en eftir að hafa lokið við hugleiðslubúðirnar fór hann einn til Tenerife.