Nýverið voru teknir saman tíu bestu áfangastaðirnir í heiminum fyrir þá sem ætla að ferðast einir árið 2024.
Á listanum eru tíu spennandi borgir sem þykja þær bestu fyrir ferðalanga sem kjósa að ferðast einir. Reykjavík er á öðru sæti listans, en hún er sögð vera hinn fullkomni staður fyrir þá sem vilja upplifa öryggi og vinalegt andrúmsloft innan um stórkostleg náttúruundur.
Þá eru nefndir fimm hlutir sem ferðalangar mega ekki missa af ef þeir koma til Íslands, eins og að fara gullna hringinn, sjá norðurljósin, fara í Bláa Lónið, í jöklagöngu og fara á bak við Seljalandsfoss.