Árið 2023 var mikið ferðaár og virtust margir enn vera að bæta upp fyrir ferðaskort í kórónuveirufaraldrinum. Það er því óhætt að segja að ferðaþráin hafi náð miklum hæðum og spennan verið mikil – hvert eigum við að fara í ár?
Nýverið birti ferðavefur Condé Nast Traveller lista yfir áfangastaðina sem hve flestir leituðu af á leitarvef Google árið 2023.
1. Grikkland
Grísku eyjarnar eiga ekki erfitt með að heilla ferðalanga og voru „gúgglaðar“ oftast árið 2023!
Ljósmynd/Unsplash/Eugene Chan
2. Spánn
Svo virðist sem við Íslendingar séum ekki þau einu sem elska sólina á Spáni!
Ljósmynd/Pexels/Mati Mango
3. Ítalía
Ítalía virðist alltaf vera góð hugmynd!
Ljósmynd/Unsplash/Giuseppe Mondi
4. Portúgal
Portúgal var vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga árið 2023!
Ljósmynd/Unsplash/Theodor Vasile
5. Króatía
Króatía var fimmti mest „gúgglaði“ áfangastaðurinn í heiminum árið 2023!
Ljósmynd/Pexels/Oliver Sjöström