Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er mikil handboltakona. Hún óskaði í dag eftir miðum á næstu leiki íslenska landsliðsins í Facebook-hóp. Þorgerður Katrín var í miklu stuði á fyrstu leikjum liðsins í München. Næsti leikur íslenska liðsins fer fram í Köln á fimmtudaginn.
„Er einhver með 2 lausa miða til sölu á næstu tvo leiki? Á fimmtudag/morgun á móti Þjóðverjum og á laugardag á móti Frökkum?“ Skrifar Þorgerður Katrín.
Þorgerður Katrín er ekki bara venjulegur stuðningsmaður liðsins þar sem hún er móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, landsliðsmanns Íslands í handknattleik. Hann er lykilmaður íslenska í liðinu og var meðal annars útnefndur íþróttamaður ársins 2023.