Reykjavík í fyrsta sæti yfir rólegustu áfangastaðina

Reykjavík er í fyrsta sæti yfir rólegustu áfangastaðina 2024.
Reykjavík er í fyrsta sæti yfir rólegustu áfangastaðina 2024. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til að hlakka til, sérstaklega í skammdeginu í janúar. Eftir að hafa keyrt streituhormónin upp yfir hátíðirnar dreymir marga um að komast í frí þar sem ró og slökun eru í forgrunni. 

Það er tilvalið að nýta fyrstu vikur ársins í að plana næsta ferðalag, en ferðavefur Condé Nast Traveller birti á dögunum lista yfir rólegustu áfangastaðina 2024 í von um að veita lesendum sem eru í leit að hugarró ferðainnblástur. 

Við gerð listans var notast við þætti eins og loft-, ljós- og hávaðamengun, umferðaröngþveiti, meðalsólskinstíma og vingjarnleika íbúa til að ákvarða bestu áfangastaðina. 

10 rólegustu áfangastaðirnir 2024

1. Reykjavík, Ísland

„Ísland hefur lengi verið í uppáhaldi fyrir þá sem eru í leit að afdrepi í náttúrunni, svo það er engin furða að höfuðborgin sé í efsta sæti hér. Í Reykjavík eru frábær loftgæði, nóg af grænum svæðum, lítil umferð og lágt mengunarstig, og mjög hamingjusamir íbúar – allt það sem þú leitar að í afslappandi og endurnærandi borgarferð,“ er skrifað um borgina í greininni. 

Mikil náttúrufegurð blasir víða við í Reykjavík eins og sjá …
Mikil náttúrufegurð blasir víða við í Reykjavík eins og sjá má. mbl.is/Árni Sæberg

2. Tallinn, Eistland

Fallegt sólsetur í Tallinn sem er annar rólegasti áfangastaðurinn.
Fallegt sólsetur í Tallinn sem er annar rólegasti áfangastaðurinn. Ljósmynd/Unsplash/Julia Solonina

3. Bergen, Noregur

Bergen í Noregi prýðir einnig listann, enda afar heillandi áfangastaður.
Bergen í Noregi prýðir einnig listann, enda afar heillandi áfangastaður. Ljósmynd/Unsplash/MAO YUQING

4. Vín, Austurríki

Í fjórða sæti er Vín í Austurríki.
Í fjórða sæti er Vín í Austurríki. Ljósmynd/Unsplash/Jacek Dylag

5. Stokkhólmur, Svíþjóð

Stokkhólmur í Svíþjóð prýðir listann, enda afar sjarmerandi borg.
Stokkhólmur í Svíþjóð prýðir listann, enda afar sjarmerandi borg. Ljósmynd/Pexels/Aubin Kirch

6. Vilníus, Litháen 

Vilníus í Litháen er í sjötta sæti.
Vilníus í Litháen er í sjötta sæti. Ljósmynd/Pexels/Aubin Kirch

7. Ljubljana, Slóvenía

Ljubljana í Slóveníu þykir góður staður til að hlaða batteríin.
Ljubljana í Slóveníu þykir góður staður til að hlaða batteríin. Ljósmynd/Unsplash/Miha Arh

8. München, Þýskaland

Í áttunda sæti er þýska borgin München.
Í áttunda sæti er þýska borgin München. Ljósmynd/Unsplash/Julian Os

9. Zürich, Sviss

Guðdómlegt sólsetur í Zürich sem er í níunda sæti.
Guðdómlegt sólsetur í Zürich sem er í níunda sæti. Ljósmynd/Unsplash/Rico Reutimann

10. Dubrovnik, Króatía

Það ætti ekki að vera erfitt að finna hugarró á …
Það ætti ekki að vera erfitt að finna hugarró á ströndinni í Dubrovnik! Ljósmynd/Unsplash/June Liu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert