Íslenskar stjörnur sólgnar í skíðafrí í janúar

Íslenskar stjörnur virðast sólgnar í skíðafrí í janúar!
Íslenskar stjörnur virðast sólgnar í skíðafrí í janúar! Samsett mynd

Íslenskar stjörnur virðast ekki vilja taka áhættuna og treysta á að íslensku veðurguðirnir skili góðu púðri í brekkurnar í janúar. Þess í stað leita þær út fyrir landsteinana og virðast sólgnar í skíðafrí þar sem dagarnir snúast bara um að skíða og drekka kakó eða bjór!

Ferðavefur mbl.is tók saman lista yfir nokkrar stjörnur sem hafa notið þess að renna niður snævi þaktar skíðabrekkur erlendis í janúar.

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen

Skúli Mo­gensen, at­hafnamaður og frum­kvöðull, og Gríma Björg Thor­ar­en­sen inn­an­húss­arki­tekt, eru í töfrandi skíðafríi um þessar mundir. Þau hafa verið dugleg að ferðast, en í nóvember fóru þau í mánaðarfrí til Balí í Indónesíu. 

Skúli og Gríma alsæl í brekkunni.
Skúli og Gríma alsæl í brekkunni. Skjáskot/Instagram

Rúrik Gíslason

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og IceGuys-stjarnan Rúrik Gíslason er staddur í Kitzbühel í Tirol í Austurríki, en af myndum að dæma virðist hann vera þar á vegum Boss. 

Jón Ragnar Jónsson

Með Rúrik í Austurríki er ljósmyndarinn Jón Ragnar Jónsson, oft þekktur sem Jon From Iceland. 

Jón Ragnar og Rúrik í brekkunni.
Jón Ragnar og Rúrik í brekkunni. Skjáskot/Instagram

Andrea Magnúsdóttir

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir skellti sér í skíðaferð til Saalbach-Hinterglemm í Salzburg í Austurríki. 

Kristín Pétursdóttir

Leikkonan Kristín Pétursdóttir hefur verið í skíðafríi ásamt kærasta sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni undanfarna daga, en þau hafa notið til hins ýtrasta í Speiereck sem einnig er í Salzburg í Austurríki. 

Kristín og Þorvar voru þó alls ekki ein í brekkunni, en með þeim voru foreldrar Kristínar þau Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir, bróðir hennar Starkaður Pétursson leikari, Áslaug Friðriksdóttir aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, Ásthildur Bára Jensdóttir markaðsstjóri, Oddur Atlason yfirbarþjónn og Kjartan Billich Oddason grafískur hönnuður. Alvöru stemning það!

Helga Þóra Bjarnadóttir

Helga Þóra Bjarnadóttir, sem er dóttir Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, renndi sér niður brekkurnar í Lech am Arlberg í Vorarlberg í Austurríki á snjóbretti fyrr í janúar. Með henni í ferðinni voru meðal annars bróðir hennar, Benedikt Bjarnason, og móðir hennar Þóra Margrét Baldvinsdóttir. 

Ragnar Sigurðarson

Innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson virðist hafa átt ljúfar stundir í skíðabrekkunni í Hemsdal í Viken í Noregi.

Sara Davíðsdóttir

Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir er stödd í Mayrhofen í Tirol í Austurríki um þessar mundir, en hún virðist vera hæstánægð með þessa byrjun á árinu. 

Jón Axel Ólafsson

Jón Axel Ólafsson, útvarpsmaður á K100, skellti sér í skíðaskóla í Sëlva í Tirol í Austurríki. Hér er hann ásamt kennaranum og bekkjarfélögunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Jon Axel Olafsson (@jonaxel)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka