Það getur reynt töluvert á að ferðast, raðir á flugvöllum langar og tíminn um borð í flugvélum lengi að líða. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það að klæðast rauðu getur gert ferðalagið bærilegra.
„Rauði liturinn gefur frá sér orku og vakið athygli sem getur komið sér vel t.d. um borð í flugvél,“ segir í pistli ferðavefsíðunnar Airplanetips.com.
„Þeir sem klæðast rauðu eru taldir meira aðlaðandi og eru því líklegri til þess að fá betri þjónustu. Rauði liturinn gefur líka fólki meiri kraft og sjálfsöryggi.“
„Einn helsti kostur rauða litsins er að hann vekur alltaf mikla athygli. Hann stendur út úr fjöldanum og það er gagnlegt á flugvelli þar sem mikið er um sjónrænt áreiti.
Með því að klæðast rauðu er hægt að tryggja að ekki verði litið framhjá þér. Hvort sem þú vilt ná athygli vinar eða flugliða.“
Rannsóknir hafa sýnt að rauði liturinn gerir fólk meira aðlaðandi. Í rannsókn sem birtist í Journal of Experimental Psychology þá leiddu niðurstöður í ljós að þær konur sem klæddust rauðu voru álitnar meira aðlaðandi en konur sem klæddust öðrum litum. Þetta á einnig við um karla. Þeir karlar sem eru í rauðu, t.d. með rautt bindi eru taldir vera valdameiri en aðrir.
Kannanir hafa leitt það í ljós að það hefur marga kosti að klæðast rauðu eins og til dæmis hefur liturinn áhrif á viðbragðsfærni manns. Þátttakendur sem klæddust rauðu sýndu betri frammistöðu í verkefnum en aðrir.
Flugliðar eru sagðir koma betur fram við fólk sem klæðist rauðu. Þetta kallast “red dress effect”. Þeim finnst ósjálfrátt að fólk í rauðu sé mikilvægara og koma þess vegna betur fram við það.
Best er að vera í skærrauðu og leggja áherslu á að vera í rauðu að ofan frekar en að neðan.