Eliza í sólinni í Dúbaí

Eliza Reid í Dúbaí.
Eliza Reid í Dúbaí. Ljósmynd/Facebook

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er stödd í sólinni í Dúbaí. Eliza þarf ekki að hafa áhyggjur af óveðri og snjó eins og margir Íslendingar í dag, miðvikudag. Eliza er þó ekki í fríi heldur er hún í eyðimörkinni til að vera viðstödd bókaráðstefnu. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Eliza kemur til Dúbaí. „Ég er komin til Dúbaí til að taka þátt í Emirates Airline Festival of Literature,“ skrifaði Eliza á Facebook og deildi mynd af sér úr sólinni. 

Bókaráðstefnan í Dúbaí er kennd við flugfélagið Emirates og þykir eftirsóknarverð. Ráðstefnan hófst 31. janúar og stendur til 6. febrúar. Eliza er á ráðstefnunni í tengslum við bókina sína Sprakkar. Mun Eliza meðal annars fjalla um jafnrétti kynja á ráðstefnunni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert