Salka Sól flúði til Tenerife

Salka Sól er ánægð í sólinni.
Salka Sól er ánægð í sólinni. Skjáskot/Instagram

Söng- og leik­kon­an og prjónasnill­ing­ur­inn, Salka Sól Ey­feld, er stödd á Teneri­fe, upp­á­haldsstað Íslend­inga, um þess­ar mund­ir. Hún kvaddi kuld­ann og leiðinda­veðrið sem hef­ur herjað á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins und­an­farna daga og nýt­ur nú sól­ar­blíðunn­ar ásamt börn­um sín­um og vina­fólki. 

Salka birti mynd­ir af sér í sand­in­um á strönd­inni, í sólbaði og að leik við dótt­ur sína, á In­sta­gram. 

„Sorry, að þið eruð í óveðri en ég gleymdi að setja sól­ar­vörn á nebb­ann,“ skrifaði hún við mynd­ina af sér. Það má segja þetta sann­kallað lúxusvanda­mál og mun betra en að skafa rúðurn­ar á bíln­um sín­um. 

Það er ljúft á Tenerife.
Það er ljúft á Teneri­fe. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert