Þetta eru lengstu örnefni Íslands

Það er vel hægt að verja tímunum saman í að …
Það er vel hægt að verja tímunum saman í að rýna í þetta kort, enda eru á því fjölmörg áhugaverð örnefni. Ljósmynd/Ornefnasja.lmi.is

Starfsmenn hjá Landmælingum Íslands eru duglegir að setja inn skemmtilegar og fróðlegar færslur um landið okkar á Facebook-síðu sína.

Í dag birtu þeir hlekk inn á örnefnagrunn Landmælinga Íslands með lengstu örnefnum landsins. Alls eru 932 örnefni með 20 bókstafi eða fleiri. Eins og sjá má á kortinu eru sum örnefnin afar löng, til dæmis Voðmúlastaðakirkjuvegur í Rangárþingi eystra, Norðvestanáttarstaður í Vestmannaeyjabæ, Valþjófsstaðasvarðargrafir í Norðurþingi, Herdísarvíkurfjallaskriður í Ölfusi, Hallbjarnastaðakambur í Tjörneshreppi og Sprengisandsmýrarsker í Skaftárhreppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert