Margrét fór í draumaferð til „Ibiza alpanna“

Það var stuð og stemning hjá Margréti Bjarnadóttur og vinahópi …
Það var stuð og stemning hjá Margréti Bjarnadóttur og vinahópi hennar í Ischgl í Austurríki. Samsett mynd

Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ skellti sér í sannkallaða draumaferð til austurríska skíðabæjarins Ischgl í Tíról-héraði. 

Fjölmargir Íslendingar hafa byrjað nýja árið í snævi þöktum skíðabrekkum í Austurríki, þar á meðal systkini Margrétar, þau Helga Þóra Bjarnadóttir og Benedikt Bjarnason, en þau nutu sín til hins ýtrasta ásamt móður sinni Þóru Margréti Baldvinsdóttur í Lech am Arlberg í Austurríki.

Sannkölluð skíðaparadís

Margrét var þó ekki í fjölskylduferð í þetta skiptið heldur í góðra vina hópi, en af myndum að dæma vantaði ekki upp á stuðið. Mikil stemning og frábærar brekkur einkenna skíðabæinn sem hefur oft verið kallaður „Ibiza alpanna“. Hann er staðsettur í 1.377 metra hæð yfir sjávarmáli og er hæsti tindur svæðisins í 2.872 metra hæð. 

Bærinn fékk þó óheppilegra viðurnefni árið 2020 þegar hann komst í heimsfréttirnar sem „mekka kórónuveirunnar“, en bærinn var snemma skilgreindur sem áhættusvæði vegna fjölda ferðamanna sem greindust með kórónuveirusmit eftir að hafa verið þar á skíðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka