Það er alltaf yndislegt að heimsækja Kaupmannahöfn. Borgina þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Höfuðborg Danmörku hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í áraraðir enda alltaf nóg að sjá og gera í Kaupmannahöfn.
Borgin iðar af lífi, litum, yndislegu fólki og menningu. Þar er hægt að njóta einstaks arkitektúrs, matarmenningar, náttúrufegurðar og lista.
Tímaritið Harpers Bazaar tók saman lista yfir það besta sem borgin hefur upp á að bjóða.
Göngutúr um Nýhöfn
Litadýrðin við Nýhöfn er engu lík.
Ljósmynd/Kristijan Arsov
Hjólreiðatúr um borgina líkt og sannur Dani
Reiðhjól eru mjög vinsæll ferðamáti í Danmörku.
Ljósmynd/Anders Mortensen
Lautarferð í Frederiksberg
Það er mikið af fallegum görðum í Frederiksberg og því upplagt að eyða sólríkum degi með vinum og njóta góðs matar.
Ljósmynd/Calvin Shelwell
Splæstu í danska pylsu
Öll elskum við SS en danska pylsan er líka ljúffeng.
Ljósmynd/Christian Werther
Heimsókn á danska hönnunarsafnið
Það er ótrúlega margt að sjá og upplifa á danska hönnunarsafninu.
Ljósmynd/Lukas Bukoven
Labbitúr um Jægersborggade
Ein af vinsælustu götum borgarinnar er Jægersborggade.
Skjáskot/Facebook
Farðu í pottana í CopenHot
Er eitthvað betra en að sitja í heitum potti eða sánu með þetta útsýni og einn kaldan?
Skjáskot/Instagram
Hágæðamatur með hafnarútsýni
Einn hressasti matarmarkaður Kaupmannahafar er Reffen. Á Reffen er alltaf ótrúlega mögnuð stemning, oft lifandi tónlist og ævintýralegt matarúrval!
Ljósmynd/Febiyan