Ódýrara að lifa á lúxushóteli en að borga leigu

Josh Kerr vakti athygli á TikTok þegar hann sagði frá …
Josh Kerr vakti athygli á TikTok þegar hann sagði frá ferðalagi sínu. Samsett mynd

Ungur maður búsettur í Bretlandi vakti athygli á samfélagsmiðlum nýverið þegar hann pakkaði saman eigum sínum og hélt á vit ævintýranna.

Josh Kerr, 24 ára, flaug til Tyrklands þar sem hann hyggst dvelja næsta mánuðinn. Hann komst að því að lífið á fimm stjörnu lúxushóteli, með öllu inniföldu, þar í landi er ódýrara en íbúðarleiga og aðrir reikningar í Manchester-borg þar sem hann býr og starfar.

Kerr greindi frá ákvörðun sinni í TikTok-myndskeiði sem dreifðist hratt á samfélagsmiðlum, en á innan við sólarhring hafði það fengið yfir eina milljón áhorfa.

Sex punda munur

Í myndskeiðinu greindi hann frá því að 28 dagar á Port River-hótelinu í Antalya í Tyrklandi kostuðu sig minna en leigugjöld og reikningar.

Í hverjum mánuði greiðir Kerr 950 pund, eða sem jafngildir 166.000 íslenskum krónum, í reikninga í Manchester-borg en ferð hans til Tyrklands, með öllu inniföldu og þar á meðal flugi, fram og til baka, kostaði hann einungis sex pundum minna eða 944 pund.

Kerr, skapandi stefnufræðingur (e. creative strategist), mun áfram sinna starfi sínu, en næstu daga mun hann gera það frá sundlaugarbakkanum og ströndinni í Antlalya og segist hann koma ríkari og sólbrúnni heim.

@joshkerr0 HOW IS THIS POSSIBLE!? Yet again I ask myself why am I still in England? Its literally cheaper to live in a 5 star resort than it is to live in Manchester… #fyp ♬ original sound - Josh Kerr
@joshkerr0 The next 28 days with @On the Beach are going to be crazy 😂 Make sure you follow to see what I’m getting up to living in a 5 star all inclusive resort for the next MONTH 👀 #ad ♬ original sound - Josh Kerr



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert