Raunveruleikastjörnurnar og vinkonurnar í LXS-hópnum, þær Sunneva Einarsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Hildur Sif Hauksdóttir og Ína María Einarsdóttir, eru mættar til Marokkó í tökur fyrir sjónvarpsþættina LXS.
Vinkonurnar lentu í Marokkó í gær, þriðjudag, og eyddu fyrsta deginum í að skoða sig um. Þær heimsóttu meðal annars Volubilis sem eru rústir rómverskrar borgar, en svæðið er á heimsminjaskrá Unesco.
Það er mikið sjónarspil að heimsækja Volubilis, en þar má til dæmis sjá Caracalla, sem er rómverskur sigurbogi, og mikið af heillegum mósaík-gólfum. Vinkonurnar nýttu sér að sjálfsögðu þennan merka bakgrunn og smelltu nokkrum myndum af sér, enda ekki á hverjum degi sem maður stendur á rústum róverskrar borgar.
Með vinkonuhópnum í för er meðal annars kvikmyndagerðamaðurinn Arnar Dór Ólafsson. Hann er nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann tók upp tónlistarmyndband með Patrik Atlasyni, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og Daníel Moroshkin, betur þekktur sem Daniil.
Í LXS-hópinn vantar þó Birgittu Líf Björnsdóttur, en hún eignaðist sitt fyrsta barn þann 8. febrúar síðastliðinn.