Fjölskyldu- og útivistarparadís í Skotlandi

Þetta er alvöru ævintýrahótel!
Þetta er alvöru ævintýrahótel! Samsett mynd

Í Auchterarder í Skotlandi er að finna sjarmerandi fimm stjörnu fjölskylduhótel, Gleneagles, umvafið einstöku landslagi. Hótelið var stofnað árið 1924 og býður gestum upp á alvöru skoska upplifun.

Hótelið er innréttað á skemmtilegan máta og býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir ævintýrafólk á öllum aldri. Á hótelinu er töfrandi leikherbergi fyrir yngstu ferðalangana, en á meðan þeir fá útrás í leiktækjunum geta foreldrarnir látið streituna líða úr sér í notalegri heilsulind. 

Jeppaferð, veiði, golf eða hestaferð?

Umhverfis hótelið er sannkölluð náttúru- og útivistarparadís sem mætti helst líkja við leikvöll fyrir alla aldurshópa, en fjölbreytt afþreying er í boði í sveitinni – allt frá jeppaferðum á guðdómlegum Land Rover Defender-jeppa yfir í hjólaferðir, veiði, golf og hestaferðir. Þeir yngstu geta meira að segja skellt sér í eigin jeppaferð á mini-jeppa og fengið upplifunina beint í æð. 

Eftir langan dag af ævintýrum er svo hægt að hafa það notalegt uppi á herbergi, en hótelið hefur verið innréttað í sjarmerandi sveitastíl með lúxus yfirbragði. 

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka