Hvert er best að ferðast í júní?

Ætlar þú að ferðast erlendis í sumar?
Ætlar þú að ferðast erlendis í sumar? Samsett mynd

Júní er frábær mánuður til að ferðast og fá forskot á sumarið áður en mesti ferðamannatíminn fer af stað. Stundum er líka hægt að fá flug og gistingu á hagstæðara verði í júní en júlí.

Ferðavefur Condé Nast Traveller tók saman lista yfir þá staði sem best er að ferðast til í júní, en þeir eiga það sameiginlegt að bjóða upp á gott veður, spennandi afþreyingu og fallegt landslag. 

Dólómítarnir, Ítalíu

Hin guðdómlegu Dólómítafjöll á norðaustur Ítalíu er þekkt fyrir að bjóða upp á einstaka upplifun yfir vetrarmánuðina. Það er hins vegar alls ekki síðra að heimsækja fjallagarðinn í að sumri til, en í júní breytast snævi þaktar brekkurnar í spennandi gönguleiðir með guðdómlegu útsýni. 

Veðurfarið í júní er milt og gott í Dólómítafjöllunum, en hann fer í allt að 20°C.

Ljósmynd/Pexels/Janiere Fernandez

Króatía

Vinsældir Króatíu hafa aukist mikið á síðustu árum. Króatíu er stundum líkt við Ítalíu, en áfangastaðurinn er þó ódýrari og rólegri – það er því engin furða að ferðalangar flykkist þangað enda hefur landið upp á ótal margt að bjóða, allt frá töfrandi ströndum yfir í ríka sögu og menningu.

Í júní er góður sólstrandarhiti í Króatíu, en hann fer upp í allt að 27°C.

Ljósmynd/Unsplash/Oliver Sjöström

Kappadókía, Tyrklandi

Kappadókía í Tyrklandi er hinn fullkomni áfangastaður fyrir ævintýrafólk sem vill hafa gaman í sól og hita. Þar er nóg af spennandi afþreyingu í boði, mangað landslag og góður hiti. Á þessum árstíma færð þú líka bestu lýsinguna til að festa fegurð landsins á filmu. 

Hitinn í Kappadókíu er góður í júní, en hann fer upp í allt að 27°C.

Ljósmynd/Unsplash/Timur Garifov

Menorca, Spáni

Margir kannast við Majorka á Spáni – en hefur þú heyrt um Menorca? Hún er rólegasta eyjan af Balareyjum og því fullkominn áfangastaður fyrir þá sem eru í leit að ró og slökun í töfrandi umhverfi. 

Í júní er notalegur hiti á Menorca, en hann fer upp í allt að 26°C.

Ljósmynd/Unsplash/Pelayo Arbues

Svíþjóð

Sumarið í Svíþjóð er engu líkt! Í lok júní eru mikil veisluhöld um allt landið á Jónsmessunótt og því einstök upplifun að heimsækja landið á þeim tíma. Þótt borgir eins og Stokkhólmur og Gautaborg séu vinsælar er einnig mælt með því að fólk heimsæki grænu eyjarnar á austurströnd Östergötlands og hvítu strendurnar á suður Ölandi.

Sumarið er milt og gott í Svíþjóð, en í júní fer hitinn upp í allt að 21°C.

Ljósmynd/Unsplash/Magnus Olin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert