Færir þú í nektarsiglingu?

Já, það er eitthvað í boði fyrir alla!
Já, það er eitthvað í boði fyrir alla! Samsett mynd

Það dreym­ir ef­laust marga um að flýja hvers­dags­lífið og fara í sigl­ingu með skemmti­ferðaskipi. Sigl­ing með skemmti­ferðaskipi er ein­stök og æv­in­týra­leg upp­lif­un og einnig frá­bær leið til að njóta af­slöpp­un­ar í fal­legu um­hverfi.

Slík­ur ferðamáti nýt­ur vax­andi vin­sælda, enda um margt að velja og eru þema­sigl­ing­ar orðnar mjög eft­ir­sótt­ar og fjöl­sótt­ar.

Marg­ir hafa ef­laust heyrt minnst á skemmti­ferðaskipið Disney Magic, sem er sann­kallað æv­in­týri á sjó. Færri hafa ef til vill heyrt um skemmti­ferðaskip með Star Trek-þema, nekt­arþema, katt­arþema og bar­dagaþema, en öll eru þau á sigl­ingu um heims­ins höf. 

Meow Meow Cruise

Meow Meow-sigl­ing­in er up­p­lögð fyr­ir alla þá sem elska ketti, en kett­ir eru að vísu bannaðir með öllu um borð. Katta­eig­end­ur þurfa því að finna pöss­un fyr­ir heim­iliskett­ina áður en þeir stíga um borð. 

Sigl­ing­in er ætluð þeim sem elska ketti, eiga ketti og vilja gjarn­an deila mynd­um, sög­um og fróðleik af kött­un­um sín­um með öðru katta­áhuga­fólki. 

Að sjálfsögðu er Kötturinn með höttinn um borð.
Að sjálf­sögðu er Kött­ur­inn með hött­inn um borð. Skjá­skot/​Meow­MeowCruise

The Nude Cruise

Farþegar þessa skemmti­ferðaskips þurfa ekki að hafa mikl­ar áhyggj­ur af far­angri og föt­um til skipt­anna, enda er þetta hálf­gerð nekt­ar­strönd með dísil­vél, mat­sal og skip­stjóra. 

Núd­ist­arn­ir um borð þurfa að fram­fylgja ákveðnum regl­um til þess að njóta alls þess besta sem skemmtisigl­ing­in hef­ur upp á að bjóða, en þeim er ekki heim­ilt að klæðast kynþokka­full­um und­irfatnaði né fet­ish-klæðnaði og all­ir farþegar þurfa að hafa hand­klæði við hönd­ina öll­um stund­um. Er það til að halda skip­inu sýkla­lausu og hreinu. 

Um borð eru allir sáttir í eigin skinni.
Um borð eru all­ir sátt­ir í eig­in skinni. Skjá­skot/​Cruisebare

The Ultima­te Disco Cruise

Hver vill ekki dansa und­ir diskó­kúlu, rifja upp drauma­daga átt­unda ára­tug­ar­ins og hrista rykið af útvíðu bux­un­um, glimmer-kjól­un­um og kögr­inu?

Skemmti­ferðaskipið The Norweg­i­an Pe­arl býður farþegum sín­um að ferðast aft­ur í tím­ann og upp­lifa töfra­tíma diskós­ins. 

Manstu sporin úr Saturday Night Fever?
Manstu spor­in úr Sat­ur­day Nig­ht Fever? Skjá­skot/​TheUltima­teD­iscoCruise

Star Trek Cruise

Aðdá­end­ur vís­inda­skáld­skap­ar eiga eft­ir að skemmta sér kon­ung­lega um borð Explor­er of the Seas. Þessi sjö daga sigl­ing býður upp á Star Trek-sýn­ing­ar og ýmis kon­ar leiki, spil og partí, þá er einnig lík­legt að leik­ar­ar úr Star Trek-heim­in­um láti sjá sig. 

Þemað er tekið alla leið!
Þemað er tekið alla leið! Skjá­skot/​StarTrekt­heCruise

Chris Jericho's Rock'N'Wrestling Rager at Sea

Kanadíski bar­dagakapp­inn býður farþegum upp á ákveðið and­rúms­loft og upp­lif­un. Í skemmtisigl­ing­unni fá farþegar tæki­færi til að berj­ast við helstu goðsagn­ir úr bar­daga­heim­in­um, horfa á hetj­urn­ar sín­ar í bar­daga­hringn­um og hlusta á „har­dcore“ þung­arokk. 

Um borð er vel tekið á því!
Um borð er vel tekið á því! Skjá­skot/​ChrisJerichoCruise
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka