Flottasta hótelið fyrir Spánar-golfara

Hótelið þykir fágæt perla fyrir golfara.
Hótelið þykir fágæt perla fyrir golfara. Skjáskot/Instagram

Ant­ara Villa Padierna Palace í Mar­bella, Costa Del Sol þykir með skemmti­legri hót­el­um á svæðinu. Um er að ræða fimm stjörnu lúx­us hót­el af bestu gerð. Hót­elið er stórt og þangað leita marg­ir ef þeir ætla í langþráð golf­frí. 

Hót­elið er hannað í ít­ölsk­um stíl og mik­ill og grænn gróður um­kring­ir það. Sund­laug­in er sér­stak­lega töfr­andi en hún er um­vaf­in trjám og gos­brunn­um sem gera vist­ina við sund­laug­ar­bakk­ann aðeins meira sjarmer­andi.

Á hót­el­inu eru fjöl­marg­ir alþjóðleg­ir veit­ingastaðir sem bera fram mat frá öll­um heims­horn­um á borð við rétti frá Jap­an og Líb­anon. Þar er einnig hægt að fara á mat­reiðslu­nám­skeið. Hót­elið er ekki al­veg við strönd­ina en hef­ur stór­feng­legt út­sýni yfir borg­ina og stutt er að fara í ferðir á strönd­ina en flest­ir vilja samt vera í golfi all­an dag­inn enda golf­vell­irn­ir um­hverf­is hót­elið þeir allra bestu sem völ er á.

Her­berg­in þar eru afar smekk­leg og hót­el­rým­in þakin lista­verk­um af ýmsu tagi. Nótt­in kost­ar frá 90 þúsund krón­um yfir sum­ar­tím­ann en ef golf­vin­ir deila her­bergj­um þá er það kannski viðráðan­legt. Hver set­ur ann­ars verðmiða á golf í góðu veðri?

Sundlaugin er stórkostleg.
Sund­laug­in er stór­kost­leg. Skjá­skot/​In­sta­gram
Hótelherbergin eru óvenju smekkleg.
Hót­el­her­berg­in eru óvenju smekk­leg. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert