Flottasta hótelið fyrir Spánar-golfara

Hótelið þykir fágæt perla fyrir golfara.
Hótelið þykir fágæt perla fyrir golfara. Skjáskot/Instagram

Antara Villa Padierna Palace í Marbella, Costa Del Sol þykir með skemmtilegri hótelum á svæðinu. Um er að ræða fimm stjörnu lúxus hótel af bestu gerð. Hótelið er stórt og þangað leita margir ef þeir ætla í langþráð golffrí. 

Hótelið er hannað í ítölskum stíl og mikill og grænn gróður umkringir það. Sundlaugin er sérstaklega töfrandi en hún er umvafin trjám og gosbrunnum sem gera vistina við sundlaugarbakkann aðeins meira sjarmerandi.

Á hótelinu eru fjölmargir alþjóðlegir veitingastaðir sem bera fram mat frá öllum heimshornum á borð við rétti frá Japan og Líbanon. Þar er einnig hægt að fara á matreiðslunámskeið. Hótelið er ekki alveg við ströndina en hefur stórfenglegt útsýni yfir borgina og stutt er að fara í ferðir á ströndina en flestir vilja samt vera í golfi allan daginn enda golfvellirnir umhverfis hótelið þeir allra bestu sem völ er á.

Herbergin þar eru afar smekkleg og hótelrýmin þakin listaverkum af ýmsu tagi. Nóttin kostar frá 90 þúsund krónum yfir sumartímann en ef golfvinir deila herbergjum þá er það kannski viðráðanlegt. Hver setur annars verðmiða á golf í góðu veðri?

Sundlaugin er stórkostleg.
Sundlaugin er stórkostleg. Skjáskot/Instagram
Hótelherbergin eru óvenju smekkleg.
Hótelherbergin eru óvenju smekkleg. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert