Inga Lind páskaleg á golfvellinum á Tenerife

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi hjá Skot Production.
Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi hjá Skot Production. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Lind Karls­dótt­ir, eig­andi Skot Producti­ons og áhuga­kylf­ing­ur, æfði golfsveifl­una í sól­inni á Teneri­fe yfir pásk­ana.

Hún deildi mynd af sér á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í gær­dag, klædd í páska­leg­an golf­klæðnað og klár á völl­inn. 

„Gult í til­efni dags­ins. Gleðilega páska,“ skrifaði Inga Lind við færsl­una rétt áður en hún greip í golf­settið og hélt út á völl­inn, Golf Las Américas.

Inga Lind er mik­il áhuga­kona um golf og hef­ur spilað víðs veg­ar um heim, enda fátt betra en golf í góðu veðri. Hún var einnig ann­ar um­sjón­ar­manna ís­lensku þátt­araðar­inn­ar Golfar­inn, sem fjallaði um allt tengt golfi. Þáttaröðin var fram­leidd af Skot Producti­ons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert