Eyrún tók skyndiákvörðun og fór til Tonga

Eyrún Lýdía Sævarsdóttir synti með hvölum á Tonga og myndaði …
Eyrún Lýdía Sævarsdóttir synti með hvölum á Tonga og myndaði þá. Ljósmynd/KARIM ILIYA

Eyrún Lydía Sæv­ars­dótt­ir er 28 ára nátt­úru- og æv­in­týra­ljós­mynd­ari. Í fyrra tók hún skyndi­ákvörðun og fór til Tonga þar sem hún dansaði með hvöl­um og myndaði þá. Hún seg­ir ólýs­an­lega upp­lif­un að synda með hnúfu­bak en heima­fólk á Tongo á líka stór­an sess í hjarta henn­ar eft­ir ferðalagið. 

Eyrún seg­ir mynd­bönd á sam­fé­lags­miðlum hafa kveikt neist­ann. 

„Ég hugsaði með mér, þetta vil ég gera einn dag­inn og taka mynd­ir af því. Því oft­ar sem ég sá þau hugsaði ég; þetta hlýt­ur að vera merki um að ég eigi að skella mér. Það vana­lega líður ekki lang­ur tími þangað til ég læt bara verða af því, og það er ein­mitt það sem ég gerði,“ seg­ir Eyrún. 

Hún vissi af ljós­mynd­ara, Karim Iliya, sem bauð upp á ferð þar sem synt var með hvöl­um eða dansað eins og hann orðar það. „Ferðin átti að vera í ág­úst á Tonga í Suður-Kyrra­hafi, en á þeim árs­tíma eru kýr að eign­ast kálfa og mikið að ger­ast á milli hnúfu­bak­anna. Ég tók skyndi­ákvörðun og bókaði þessa ferð. Þetta er ör­ugg­lega besta skyndi­ákvörðun sem ég hef tekið hingað til. Þarna eyddi ég heilli viku, sjö klukku­stund­um á dag með þeim og fangaði stór­kost­legt mynd­efni,“ seg­ir Eyrún. 

Það er hins veg­ar ekki auðvelt að kom­ast til Tonga en það tók Eyrúnu tvo daga og þrjú flug að kom­ast til para­dís­ar­inn­ar Vava'u á Tonga, tíma­mis­mun­ur­inn á milli Íslands og Tonga eru 13 tím­ar. Það var þó vel þess virði. „Ég get varla lýst til­finn­ing­unni að synda með hnúfu­bak. Hún er engu lík. Að sjá fal­lega sam­bandið milli kýr og kálfs henn­ar. Heyra hnúfu­bak syngja mörg­um metr­um í burtu og þú finn­ur víbríng­inn frá hljóðinu um all­an lík­amann.“

Mikið fjör er í sjónum í ágúst.
Mikið fjör er í sjón­um í ág­úst. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir
Fallegt augnablik sem Eyrún myndaði í ferðinni.
Fal­legt augna­blik sem Eyrún myndaði í ferðinni. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir


Þarf alltaf að vera læra eitt­hvað nýtt

Eyrún fékk áhuga á ljós­mynd­un þegar hún byrjaði að vinna sem leiðsögumaður fyr­ir um átta árum. Þá varð hún strax heilluð af ís­lenskri nátt­úri og úti­veru. „Ég fór að fikta við að taka mynd­ir og fjár­festi fljót­lega í al­menni­legri mynda­vél. Það gef­ur mér svo mikla orku að fara út og fanga fal­leg augna­blik og vera skap­andi. Fyr­ir mig er það eins og auka af­sök­un að fara út því ég þarf að „viðra mynda­vél­ina“,“ segi Eyrún. 

Eyrún Lydía fékk áhuga á ljósmyndun þegar hún starfaði sem …
Eyrún Lydía fékk áhuga á ljós­mynd­un þegar hún starfaði sem leiðsögumaður. Íslensk nátt­úra heillaði hana meðal ann­ars. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún seg­ir krefj­andi verk­efnið að mynda hvali. 

„Að taka mynd­ir af hvöl­um er al­veg rosa­lega spenn­andi, flókið og svo heil­mikið adrenalín. Ég þarf að hugsa um svo margt á sama tíma og vera fljót að því. Ég þarf að synda hratt og ekki gleyma því að anda, áður en hval­irn­ir synda í burtu. Þessi tími er horf­inn á einu augna­bliki. Það get­ur verið al­veg gríðarleg­ur hraði og mik­ill has­ar á þeim. Ég ber alla­vega mikla virðingu fyr­ir dýra­lífs ljós­mynd­ur­um eft­ir þessa ferð.

Ofan á það þarf mynda­vél­in að vera í vatns­hýs­ingu og get­ur verið erfitt að breyta still­ing­un­um í henni, svo hún þarf helst að vera með réttu still­ing­arn­ar áður en hún fer í hýs­ing­una. Ég lærði al­veg heil­mikið á hverj­um degi í sjón­um, bæði um mynda­vél­ina og mig. Það er það sem ég elska svo mikið við ljós­mynd­un, hún gef­ur mér svo margt og ég er ennþá að læra eitt­hvað nýtt. Ef ég væri ekki að læra eitt­hvað nýtt myndi ég ef­laust fá leið á því.“

Hnúfubakur.
Hnúfu­bak­ur. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir
Eyrún komst í ótrúlega nálægð við hvalina á frábærum árstíma.
Eyrún komst í ótrú­lega ná­lægð við hval­ina á frá­bær­um árs­tíma. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir

Lífið er ró­legra

Auk þess að synda í sjón­um naut Eyrún þess að kynn­ast heima­fólki. 

„Ég hef aldrei upp­lifað land eins og Tonga og mæli ein­dregið með því að fólk heim­sæki það ef það gefst tæki­færi til. Um leið og ég lenti á Vava’u í pínu­lít­illi flug­vél blasti við mér þessi kofi sem var flug­völl­ur­inn. Fólk gekk bara á flug­braut­inni og inn í kof­ann og þar var starfs­fólk sem tók á móti manni eins og þau hefðu þekkt mig í mörg ár. Þau koma fram við mann eins og vin og vilja allt fyr­ir mann gera, það er al­veg magnað að upp­lifa. Ég smakkaði í fyrsta skipti fersk­an tún­fisk sem var veidd­ur og eldaður fyr­ir fram­an mig. Ég hef bara aldrei smakkað svona góðan fisk áður og ég held ég hafi fengið mér hann fimm kvöld í röð.

Ég hafði ekki hug­mynd um að Tonga væri kon­ungs­ríki fyrr en ég kom þangað og þar væri að finna eft­ir­sótt­ustu vanillu í heim­in­um. Fólkið á Tonga ber gríðarlega mikla virðingu fyr­ir dýr­un­um sín­um og haf­inu, enda trúa þau á guðinn Maui.

Dag­inn sem ég átti að fljúga frá Tonga fékk ég að heyra að flug­inu mínu væri af­lýst. Ég fór samt á flug­völl­inn þar sem ég hafði ekki fengið neinn tölvu­póst frá flug­fé­lag­inu um þess­ar breyt­ing­ar. Á flug­vell­in­um sagði starfs­fólkið það sama, að flug­inu væri af­lýst um óákveðinn tíma af því vél­in hefði ekki mætt. Þegar ég spurði af hverju þá var svarið: „Ég veit það ekki, stund­um kem­ur flug­vél­in bara ekki“. Seinna fékk ég að vita að vél­in kom ekki frá Fiji af því maður­inn sem dæl­ir ol­í­unni hefði klukkað sig út og farið heim. Fólkið á Tonga vissi þetta á und­an flug­fé­lag­inu og næsta dag fékk ég mjög grun­sam­leg­an tölvu­póst sem í stóð: „Mættu á flug­völl­inn klukk­an þrjú“ og eng­in önn­ur skýr­ing. Ég mætti á flug­völl­inn klukk­an þrjú og það var rétt. Flug­vél­in var kom­in. Mér finnst þetta lýsa svo vel fólk­inu og líf­inu á Tonga.“

Það var margt frumstætt á Tonga en fólkið yndislegt.
Það var margt frum­stætt á Tonga en fólkið ynd­is­legt. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir
Náttúrufegurðin er einstök.
Nátt­úru­feg­urðin er ein­stök. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir

Hugs­ar um tím­ann í sjón­um á hverj­um degi

Eyrún fer oft ein í ferðalög og gerði það líka þegar hún fór til Tonga en hún seg­ir það hafa sína kosti að ferðast einn. 

„Ég var ein á þessu ferðalagi en kynnt­ist fullt af fólki á Tonga sem ég hef ennþá sam­band við. Það er ein­hvern veg­inn auðveld­ara að kynn­ast fólki frá öðrum heims­horn­um þannig. Ég er al­veg sjálf­stæð og ræð hvert ferðinni er heitið, hvað ég geri og hvar ég borða. Mér finnst ferðalagið gefa mér meira, upp­lif­un­in er allt öðru­vísi að vera ein held­ur en að ferðast með ein­hverj­um sem ég þekki.“

Eyrún segir ólýsanlegt að komast í návígi við hvali.
Eyrún seg­ir ólýs­an­legt að kom­ast í ná­vígi við hvali. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir

Hvað skil­ur ferðin helst eft­ir sig?

„Minn­ing­arn­ar og mynd­irn­ar er það sem ferðin skil­ur eft­ir sig. Síðan ég kom heim líður ekki sá dag­ur að ég hugsi ekki um þenn­an tíma í sjón­um með hvöl­un­um. Þessi upp­lif­un er engri lík og lang­ar mig virki­lega að fara þangað aft­ur sem fyrst. Ef það væri ekki fyr­ir hval­ina þá væri það fyr­ir ferska tún­fisk­inn og fólkið.“

Eyrún myndaði saman kýr og kálfa.
Eyrún myndaði sam­an kýr og kálfa. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir

Dreym­ir um Græn­land og Suður­skautslandið

Fórstu á fleiri staði?

„Þar sem þetta var svo langt ferðalag ákvað ég að vera rúm­ar tvær vik­ur á Tonga. Á leiðinni heim stoppaði ég í Banda­ríkj­un­um til að hitta vin­konu mína. Við skellt­um okk­ur í roa­dtrip sam­an frá Or­egon, meðfram strand­lengj­unni í Kali­forn­íu og enduðum í Los Ang­eles. Allt í allt var ég rúm­an mánuð á þessu ferðalagi.“

Ertu búin að plana fleiri æv­in­týri?

„Það er ekk­ert á dag­skrá á næst­unni en ég er þó með opin aug­un fyr­ir hug­mynd­um á sam­fé­lags­miðlum. Mig lang­ar mjög mikið að sigla um Græn­land og Suður­skauts­land. Heim­sækja Socotra í Jemen og fara á snjó­bretti í Jap­an,“ seg­ir Eyrún að lok­um. 

Í sjónum mátti sjá hvalina dansa.
Í sjón­um mátti sjá hval­ina dansa. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir
Eyrún fann fyrir söng hvalanna.
Eyrún fann fyr­ir söng hval­anna. Ljós­mynd/​Eyrún Lýdía Sæv­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka