Tara Sif fagnaði afmælinu á Tenerife

Tara Sif Birgisdóttir fagnaði afmæli sínu við sundlaugarbakkann á Tenerife.
Tara Sif Birgisdóttir fagnaði afmæli sínu við sundlaugarbakkann á Tenerife. Samsett mynd

Lífið virðist leika við fasteignasalann og dansarann Töru Sif Birgisdóttir, en hún er stödd á uppáhaldseyju Íslendinga, Tenerife á Spáni, um þessar mundir í mikilli veðurblíðu ásamt fjölskyldu sinni. 

Tara Sif hefur verið dugleg að deila töfrandi myndum frá ferðalaginu á Instagram-síðu sinni, en með henni eru eiginmaður hennar, Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, og sonur þeirra Adrían Elí. 

Fjölskyldan hefur notið þess að vera í sólinni og hitanum, en af myndum að dæma hafa þau verið dugleg að kíkja á ströndina þar sem Adrían Elí upplifði sína fyrstu strandarferð. Þá skelltu foreldrarnir sér á stefnumót í sólinni fyrr í vikunni, og í gær hélt Tara Sif upp á afmælið sitt við sundlaugina.

Það eru sannarlega til verri staðir til að fagna hækkandi aldri!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert