Tara Sif fagnaði afmælinu á Tenerife

Tara Sif Birgisdóttir fagnaði afmæli sínu við sundlaugarbakkann á Tenerife.
Tara Sif Birgisdóttir fagnaði afmæli sínu við sundlaugarbakkann á Tenerife. Samsett mynd

Lífið virðist leika við fast­eigna­sal­ann og dans­ar­ann Töru Sif Birg­is­dótt­ir, en hún er stödd á upp­á­halds­eyju Íslend­inga, Teneri­fe á Spáni, um þess­ar mund­ir í mik­illi veður­blíðu ásamt fjöl­skyldu sinni. 

Tara Sif hef­ur verið dug­leg að deila töfr­andi mynd­um frá ferðalag­inu á In­sta­gram-síðu sinni, en með henni eru eig­inmaður henn­ar, Elf­ar Elí Schweitz Jak­obs­son lög­fræðing­ur, og son­ur þeirra Adrí­an Elí. 

Fjöl­skyld­an hef­ur notið þess að vera í sól­inni og hit­an­um, en af mynd­um að dæma hafa þau verið dug­leg að kíkja á strönd­ina þar sem Adrí­an Elí upp­lifði sína fyrstu strand­ar­ferð. Þá skelltu for­eldr­arn­ir sér á stefnu­mót í sól­inni fyrr í vik­unni, og í gær hélt Tara Sif upp á af­mælið sitt við sund­laug­ina.

Það eru sann­ar­lega til verri staðir til að fagna hækk­andi aldri!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert