Fimm magnaðar sundlaugar sem þú verður að sjá

Þú verður að sjá þessar sundlaugar!
Þú verður að sjá þessar sundlaugar! Samsett mynd

Íslendingar hafa sérstakt dálæti á sundlaugum enda ríkir mikil sundlaugamenning hér á landi. Sundlaugar eru samkomustaður þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og notið sín.

Ferðavefur mbl.is tók saman fimm guðdómlegar sundlaugar sem gleðja augað, en þær eiga það allar sameiginlegt að þykja með fegurstu sundlaugum heims samkvæmt ferðatímariti Condé Nast Traveller.

Manon Les Suites

Á Manon Les Suites-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist sannkölluð sundlaugaperla – inni í miðju hótelinu er glæsileg innisundlaug umvafin suðrænum gróðri sem skapar einstaka stemningu. 

Fæstir myndu giska á að þessi sundlaug væri staðsett í …
Fæstir myndu giska á að þessi sundlaug væri staðsett í Kaupmannahöfn! Skjáskot/Instagram

Grand Hotel Tremezzo

Það er erfitt að toppa sundlaugina við Grand Hotel Tremezzo við Como-vatn á Ítalíu, en sundlaugin flýtur á sjálfu vatninu og veitir guðdómlegt útsýni sem líkist helst málverki. 

Það vantar ekki upp á fegurðina hér!
Það vantar ekki upp á fegurðina hér! Skjáskot/Instagram

Miramonti Boutique Hotel

Þetta lúxus skíðahótel er staðsett í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá Meran 2000-skíðasvæðinu á Ítalíu. Þar finnur þú óendanleikasundlaug með einstöku útsýni til fjalla. 

Það er ekki slæmt að enda daginn hér!
Það er ekki slæmt að enda daginn hér! Skjáskot/Instagram

Hotel du Cap-Eden-Roc

Í Antibes í Frakklandi finnur þú einstaka saltvatnslaug í miðjum kletti úr basaltbergi sem býður gestum upp á guðdómlegt útsýni við frönsku riveríuna.

Sjónarspilið við sundlaugina er einstakt!
Sjónarspilið við sundlaugina er einstakt! Skjáskot/Instagram

The Dolli

Þetta einstaka hótel er staðsett í Aþenu á Grikklandi. Þar finnur þú þakverönd með glæsilegri sundlaug sem borgin speglast í.

Útsýnið gerist varla betra!
Útsýnið gerist varla betra! Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert