„Óskiljanlegt hvernig þetta var byggt“

Þórhallur Heimisson er staddur í Bútan þar sem hann hefur …
Þórhallur Heimisson er staddur í Bútan þar sem hann hefur heimsótt stórfenglegar slóðir.

Þórhallur Heimisson, prestur og leiðsögumaður, er á ferðalagi í Bútan. Hann segir landið hafa breyst gífurlega mikið síðan hann kom þangað síðast fyrir átta árum en fegurðin er enn sú sama. 

Þórhallur er er leiðsögumaður í ferð um Bútan og Nepal á vegum ferðaskrifstofunnar, Kolumbus. Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri stýrir ferðinni með honum. 

„Ég kom síðast 2016. Það hefur orðið mikil uppbygging á innviðum, allir vegir voru til dæmis malarvegir en eru nú malbikaðir. Einnig er uppbygging í húsnæðisgeiranum, virkjunum og fleiru og mikill hugur í fólki,“ segir Þórhallur þegar hann er spurður að því hvernig landið hefur breyst síðan hann kom þangað síðast. 

Þórhallur Heimisson tók þessa mynd þegar hann gekk upp í …
Þórhallur Heimisson tók þessa mynd þegar hann gekk upp í Tiger's Nest í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

Einn helsti ferðamannastaðurinn í Bútan er Tiger's Nest en þangað fór Þórhallur í annað sinn í vikunni. Gangan er ekki fyrir lofthræddra. 

„Þetta eru fjögur búddahof í grunninn frá miðöldum, gríðarlega skreytt, og klaustur sem enn starfar. Þetta er eins konar þjóðarhelgidómur Búta. Klaustrin eru í 3.100 metra hæð og hanga utan í ókleifum kletti. Það er 900 metra hækkun þangað upp þröngan stíg frá undirlendinu. Fegurðin er engu lík og óskiljanlegt hvernig þetta var byggt.“

Hluti af stígnum upp í klettinn. Gangan var ekki fyrir …
Hluti af stígnum upp í klettinn. Gangan var ekki fyrir lofthrædda. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér standa upp úr þegar Bútan er heimsótt?

„Fegurðin, fjöllin, Himalaja, góðar móttökur og kyrrðin. Hér búa bara 730 þúsund manns og aðeins 23 þúsund túristar fá að koma hingað á ári. Allt er tandurhreint og allir skyldugir að ganga í þjóðbúningi í skóla og vinnu. Yndislegt land.“

Börn í skólabúningi.
Börn í skólabúningi. Ljósmynd/Aðsend

Ertu duglegur að kynna þér trúarbrögð þegar þú ferð á framandi slóðir eins og Bútan?

„Já, það geri ég alltaf og undirbý mig eins vel og ég get.“

Búddamunkar urðu á vegi Þórhalls.
Búddamunkar urðu á vegi Þórhalls. Ljósmynd/Aðsend
Eitt stærsta búddalíkneski í heimi í höfuðborginni Timfu.
Eitt stærsta búddalíkneski í heimi í höfuðborginni Timfu. Ljósmynd/Aðsend

Eru fleiri spennandi ferðalög á döfinni?

„Já, ég er að fara í sex ferðir til Rómar í ár, á innrásarslóðir í Normandí í ágúst og til Suður-Ameríku eftir áramót ef að líkum lætur,“ segir Þórhallur sem hefur nóg fyrir stafni. 

Musterið í fjarska.
Musterið í fjarska. Ljósmynd/Aðsend
Tindur Everest en flogið er fram hjá honum áleiðs til …
Tindur Everest en flogið er fram hjá honum áleiðs til Bútan frá Nepal. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert