Slepptu tökunum á símanum

Stundum þarf að slökkva á símanum og tölvunni og njóta …
Stundum þarf að slökkva á símanum og tölvunni og njóta líðandi stundar. Getty images

Margir eru farnir að sjá kosti þess að vera minna í símanum í fríinu. Sumir ganga jafnvel svo langt að eyða samfélagsmiðlum úr símunum áður en þeir fara í ferðalög.

Margir segja að þannig geti maður náð meiri slökun í fríinu. Minni tími fer í að reyna að ná réttu myndinni og meiri tími fer í að lifa í núinu.

Þeir sem hafa reynslu af slíku segja þetta vera tvímælalaust til hins betra.

„Þetta var erfitt í fyrstu. Ég átti það til að taka ósjálfrátt upp símann en eftir sirka tvo daga var ég farin að slaka verulega á. Ég átti þar að auki rómantískari stundir með eiginmanninum,” segir ferðalangur í viðtali við DailyMail.

„Ég var ekki alltaf að keppast við að ná fullkominni mynd á Instagram og spáði minna í því hvernig ég var til fara. Myndirnar sem ég tók voru alls ekki Instagram-vænar en þær voru sannari. Ég var ekki að reyna að vera einhver önnur en ég er. Ég hætti að bera mig saman við einhverja aðra á samfélagsmiðlum og var bara í fríi. Við hjónin vorum meira til staðar fyrir hvort annað, horfðumst í augu og nutum lífsins.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka