Fór óvarlega á rafhlaupahjóli í Madríd

Tom Brady skellti sér til Madrídar.
Tom Brady skellti sér til Madrídar. AFP/Valerie Macon

Bandaríski ruðningskappinn Tom Brady skellti sér nýlega til Madrídar. Hann veit að það þýðir lítið að ferðast um á bíl í evrópskum stórborgum. Hann leigði sér rafhlaupahjól og skoðaði borgina þannig. 

„Fann ekki bíl í Madríd,“ skrifaði Brady við myndskeið af sér á Instagram. Má þar sjá hann fara víða og njóta lífsins í Madríd. 

Rafhlaupahjól geta þó verið stórhættuleg og eru slys nokkuð algeng. Á myndskeiðinu sem Brady birti má sjá að hann er aðeins með derhúfu. Hjálmur veitir töluvert meira öryggi en derhúfa. Einnig má sjá hann beygja sig og leika listir á hjólinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Tom Brady (@tombrady)

Gefðu Madríd séns

Barcelona verður oft fyrir valinu þegar fólk ákveður að skella sér í borgarferð til Spánar. Það er þó vel þess virði að heimsækja Madríd. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Play, greindi frá því í viðtali við ferðavef mbl.is að höfuðborg Spánar væri í miklu uppáhaldi hjá sér. 

„Per­sónu­lega elska ég Spán og hef ferðast mikið um á Spáni. Ég var í skipti­námi í meist­ara­nám­inu í lög­fræðinni í Madríd sem er upp­á­halds­borg­in mín í heim­in­um,“ sagði Nadine í viðtalinu í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert