Skoskur ferðamaður slasaðist þegar hann reyndi að ná mynd af skógarbirni.
Hin 72 ára gamla Moira Gallacher er þakklát fyrir að vera á lífi eftir árás skógarbjarnar. Óhappið átti sér stað á náttúrusvæði í Rúmeníu.
Gallacher, sem er á ferðalagi ásamt vinkonu sinni, ákvað að heimsækja fjallagarð, Carpathian Mountains, á mánudag, en svæðið er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn og náttúruunnendur.
Vinkonurnar komu skjótt auga á skógarbjörn og hún og vildu ólmar ná góðri ljósmynd, enda ekki á hverjum degi sem maður rekst á bjarndýr. Skógarbjörninn gekk upp að bíl vinkvennanna og sáu þær því gott tækifæri til að festa augnablikið á mynd.
Gallacher skrúfaði niður bílrúðuna og var það þá sem skógarbjörninn réðst til atlögu og beit hana í handlegginn. Gallacher segist vera heppin að ekki fór verr en meiðsli hennar eru sögð smávægileg.
Scottish tourist mauled by bear through car window in Romania. https://t.co/M0AI6538VQ pic.twitter.com/nL9SFzgGkS
— STV News (@STVNews) April 23, 2024