Bjó í Portúgal í 25 ár

Guðlaug Rún Margeirsdóttir þekkir Portúgal afar vel.
Guðlaug Rún Margeirsdóttir þekkir Portúgal afar vel. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug Rún Margeirsdóttir þekkir Portúgal og Lissabon eins og lófann á sér en þangað flutti hún fyrst árið 1981. Guðlaug ætlar að leiða fólk um leyndardóma Lissabon á léttu tveggja kvölda námskeiði á vegum Endurmenntunar í maí. Námskeiðið er meðal annars tilvalið fyrir fólk sem er á leiðinni til borgarinnar.

„Ég fór fyrst til Portúgals sem skiptinemi á vegum AFS, fyrst Íslendinga en það var 1981. Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara aftur og í háskólanám. Þá kynntist ég manni mínum og barnsföður. Við giftumst og þar með upphófst samfelld búseta mín í Portúgal, sem stóð í tæplega 25 ár,“ segir Guðlaug þegar hún er spurð út í tengingu sína við Portúgal. 

Hvað finnst þér heillandi við Lissabon?

„Fyrir utan mannlífið, fallegar byggingar og einstaka landfræðilega staðsetningu, þá er það ljósið og birtan, sérstaklega við sólsetur.“

Þessi kirkja er hluti af gömlu klaustri sem heitir São …
Þessi kirkja er hluti af gömlu klaustri sem heitir São Vicente de Fora. Ljósmynd/Aðsend

Áttu uppáhaldshverfi í Lissabon og af hverju?

„Ég á erfitt með að velja uppáhalds, allt er uppáhalds á sinn hátt, en Alfama-hverfið er einstakt. Það er elsta hverfi borgarinnar og því svo dæmigert fyrir hina gömlu tíma og einstakt. Á árum áður var þetta eins og lítið þorp þar sem stór fjölskylda bjó, ennþá eimir af þessari stemmningu.“

Guðalug tók þessa mynd á göngu um Lissabon en hverfið …
Guðalug tók þessa mynd á göngu um Lissabon en hverfið Alfama er í miklu uppáhaldi hjá henni. Ljósmynd/Aðsend

Er eitthvað sem kemur fólki á óvart þegar það fer til Portúgal?

„Fjölbreytileikinn, myndi ég halda. Þó Portúgal sé ekki stórt land, í ferkílómetrum talið, þá eru venjur og hefði ólíkar frá suður til norðurs.“

Hvernig eru suðrið óíkt norðrinu?

„Landfræðilegar og veðurlegar ástæður spila þar inní. Suðrið er hlýrra, ekki eins mikill skógur né fjöll og meira um baðstrendur.“

Hvað verður fólk að prófa að borða þegar það fer til Portúgal?

„Saltfiskrétti og saltfiskrókettur eru eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Portúgalir eru matmanneskjur, og að öllu jafna er maturinn góður þar. Ekki má gleyma kaffinu, fyrir þá sem það kunna að meta.“

Guðlaug segir matinn í Portúgal ótrúlega góðan.
Guðlaug segir matinn í Portúgal ótrúlega góðan. Ljósmynd/Aðsend

Er menningin öðruvísi á milli borga og landshluta?

„Já hún getur verið það og maturinn líka.“

Ert þú sjálf dugleg að fara í rannsóknavinnu áður en þú ferðast?

„Já nokkuð, fer líka eftir því hvert ég er að fara. Þegar ég fer til Portúgals, þá heimsæki ég alltaf vissa staði og passa að ég prufi hitt og þetta sem bragðlaukarnir hafa saknað. En svo prufa ég líka alltaf eitthvað nýtt, því af nógu er að taka.“

Guðlaug féll fyrir Portúgal þegar hún var skiptinemi.
Guðlaug féll fyrir Portúgal þegar hún var skiptinemi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka